Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitti umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2011 fyrir fallegasta húsagarðinn, fyrirtæki sem skarar fram úr í umhverfismálum og fallegustu götuna.
Brekkuland 10
Hjónin Úlfar Finnbjörnsson og Sigrún Hafsteinsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir fallegan og hlýlegan garð að Brekkulandi 10, þar sem lögð er áhersla á frumlega hönnun og fjölbreytilegan gróður.
Bílapartar
Fyrirtækið Bílapartar ehf., Grænumýri 3, hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og sérstaka áherslu á umhverfismál, þar sem flokkun og endurnýtin er höfð að leiðarljósi.
Hestamiðstöðin Dal
Fyrirtækið Hestamiðstöðin Dal, Dallandi, hlaut viðurkenningu fyrir margra ára ræktunarstarf í tengslum við starfsemi sína þar sem aðbúnaður fyrir dýr og menn er til fyrirmyndar.
Hrafnshöfði
Að lokum hlaut Hrafnshöfði viðurkenningu sem fallegasta gata Mosfellsbæjar 2011 þar sem heildaryfirbragð götu er snyrtilegt og margir garðar fallegir og gróðursælir.