Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Átta garð­ar voru til­nefnd­ir að þessu sinni en um­hverfis­við­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar hlutu eft­ir­far­andi:

Ark­ar­holt 4

Krist­leif­ur Guð­björns­son og Mar­grét Ólafs­dótt­ir að Ark­ar­holti 4 fengu við­ur­kenn­ingu fyr­ir ára­tuga rækt­un­ar­starf og eru að hljóta við­ur­kenn­ingu í þriðja sinn en þau fengu síð­ast við­ur­kenn­ingu fyr­ir garð sinn fyr­ir fjór­tán árum.

Hamra­tangi 15

Rann­veig Reymonds­dótt­ir og Svavar S. Tóm­asson að Hamra­tanga 15 hlutu við­ur­kenn­ingu fyr­ir sér­stak­lega fal­lega hönn­un og skipu­lag lóð­ar.

Leiru­tangi 27

Gunn­laug­ur Júlí­us­son og Jón­ína S. Jóns­dótt­ir að Leiru­tanga 27 fengu við­ur­kenn­ingu fyr­ir fal­leg­an og vel hirt­an garð þar sem um­hirða gróð­urs er til fyr­ir­mynd­ar.

Tóm­as G. Gíslason, um­hverf­is­stjóri Mos­fells­bæj­ar seg­ir: “Mos­fells­bær er orð­inn mjög grænn og gró­inn bær enda hef­ur áhugi á garð­rækt í bæj­ar­fé­lag­inu auk­ist ár frá ári og má sjá það á þeim til­nefn­ing­um sem nú komu fram. Hér eru marg­ir glæsi­leg­ir garð­ar og eru sig­ur­garð­arn­ir í ár vitn­is­burð­ur um það. Mos­fells­bær stát­ar jafn­framt af óvenju­mörg­um græn­um svæð­um og leik­svæð­um inn­an bæj­ar­mark­anna og fjöl­mörg­um úti­vistarperl­um við bæj­ar­dyrn­ar.”

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00