Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Um­hverf­is­nefnd ákvað að í ár yrðu veitt­ar við­ur­kenn­ing­ar til þriggja ein­stak­linga sem hafa skarað fram úr í um­hverf­is­mál­um og tveggja að­ila fyr­ir fal­leg­an garð.

Guð­jón Jens­son

Guð­jón hef­ur um ára­tuga skeið ver­ið ótrauð­ur bar­áttu­mað­ur í þágu um­hverf­is­mála, ekki síst í Mos­fells­bæ. Hann hef­ur ritað um um­hverf­is­mál og tek­ið mik­inn þátt í starfi fé­laga sem sinna nátt­úru­fegr­un og um­hverfsi­vernd, m.a. í Skóg­rækt­ar­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar, þar sem hann sat lengi í stjórn, og í nátt­úru­vernd­ar- og úti­vist­ar­sam­tök­un­um Mosa. Árið 2007 átti Guð­jón frum­kvæð­ið að stofn­un Um­hverf­is- og nátt­úru­fræði­fé­lags Mos­fells­bæj­ar og var kjör­inn fyrsti formað­ur þess.

Ursula Ju­nem­ann

Ursula hef­ur um ára­tuga skeið unn­ið að um­hverf­is­mál­um í Mos­fells­bæ. Hún var virk­ur stofn­fé­lagi um­hverf­is­nefnd­ar Varmár­skóla með­an hún var þar kenn­ari, stuðl­aði þar að auk­inni flokk­un á sorpi og kom að því að Varmár­skóli fékk Græn­fána­vott­un. Hún hef­ur virk­ur tals­mað­ur vi­svænna sam­gangna enda ferð­ast hún gjarn­an um á reið­hjóli, jafn að sumri sem að vetri, og hef­ur að­stoð­að Mos­fells­bæ í Evr­ópsku sam­göngu­vik­unni. Ursula er einn­ig virk­ur fé­lagi í Skóg­rækt­ar­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar til mar­gra ára.

Ævar Að­al­steins­son

Ævar, skáta­höfð­ingi hjá Skáta­fé­lag­inu Mosverj­ar, hef­ur haft veg og vanda af stik­un göngu­leiða í fjöll­um og fell­um Mos­fells­bæj­ar og ver­ið öt­ull bar­áttu­mað­ur fyr­ir auk­inni úti­vist og nátt­úru­upp­lif­un bæj­ar­búa í Mos­fells­bæ. Ævar hef­ur séð um stik­un um 90 km göngu­leiða um Mos­fells­bæ, gerð og upp­setn­ingu fræðslu- og upp­lýs­inga­skilta, bíla­stæða, göngu­brúa og veg­vísa á stik­uð­um göngu­leið­um, þ.m.t. gerð göngu­stíg­ar og trappa frá Skar­hóla­mýri.

Arn­ar­tangi 81

Rún­ar Sig­geirs­son og Val­gerð­ur Jóna Sig­urð­ar­dótt­ir fá við­ur­kenn­ingu fyr­ir fjöl­skrúð­ug­an og fal­leg­an garð að Arn­ar­tanga 81 sem sinnt hef­ur ver­ið af mik­illi natni um ára­tuga skeið.

Hrafns­höfði 33

Elsa Há­kon­ar­dótt­ir og Pét­ur Ein­ars­son fá við­ur­kenn­ingu fyr­ir sér­lega fal­leg­an og vel hann­að­an garð að Hrafns­höfða 33 þar sem um­hirða er til fyr­ir­mynd­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00