Umhverfisnefnd hefur ákveðið að veita eftirfarandi görðum og félagasamtökum umhverfisviðurkenningar ársins 2017.
Flugklúbbur Mosfellsbæjar
Fær viðurkenningu fyrir snyrtilegt svæði þar sem umgengni og umhirða eru til fyrirmyndar.
Erla Þorleifsdóttir og Sævar Arngrímsson
Fá viðurkenningu fyrir fallegan garð að Arnartanga 25 þar sem blandað er skemmtilega saman gróðri og hönnun, garðurinn er vel sýnilegur vegfarendum.
María Hákonardóttir og Erich Hermann Köppel
Fá viðurkenningu fyrir fjölskrúðugan og fallegan garð að Hamarsteigi 5 sem sinnt hefur verið af mikilli natni um árabil.