Matthildur Elín Björnsdóttir og Karl Þór Baldvinsson
Hjónin hljóta viðurkenningu fyrir sérlega fallegan og vel hannaðan garð að Litlakrika 25. Garðinn hafa þau byggt upp frá grunni á skömmum tíma og er umhirða til mikillar fyrirmyndar.
Helgi Ólafsson
Helgi Ólafsson að Hvammi, Réttarhvoli 15, hlýtur viðurkenningu fyrir einstök ræktunarstörf og góða umhirðu um áratugaskeið. Helgi hefur ræktað stóran og fallegan garð sem státar af fjölbreyttum gróðri sem er sérlega vel við haldið.