Vel heppnað Menningarhaust
Síðastliðinn fimmtudag héldu Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur tónleika á Bókasafni Mosfellsbæjar. Tónleikarnir voru liður í haustdagskránni “Menningarhaust” sem er í boði Mosfellsbæjar í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins. Gríðalega góð mæting var á tónleikana en vel yfir 100 gestir mættu til að hlýða á stórskemmtilega dagskrá dúettsins.
Fjárhagsáætlun 2013 lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær 31. október.
Opinn fundur um menningarstefnu Mosfellsbæjar
Opinn fundur menningarmálanefndar um menningarstefnu Mosfellsbæjar fer fram miðvikudaginn 31. október, í Bókasafn Mosfellsbæjar, kl. 17:00.
Vitund um læsi í víðum skilningi - Opið hús hjá SKÓLASKRIFSTOFU
Miðvikudaginn 31. október klukkan 20 verður fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 lykilþátta og er einn af þeim læsi. Við höfum fengið til liðs við okkur Stefán Jökulsson lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands til að fjalla um þetta efni og það hvernig það snýr að foreldrum.
Forvarnardagurinn 2012 í FMOS
Forvarnardagur 2012 verður haldinn miðvikudaginn 31. október næstkomandi.
Opinn fundur fræðslunefndar 30. október 2012
Opinn nefnarfundur fræðslunefndar verður haldinn 30. október næstkomandi.
Opinn fundur þróunar- og ferðamálanefndar
Opinn fundur þróunar- og ferðamálanefndar fer fram 29. október í Helgafelli, 2. hæð í Kjarna, kl. 17:15.
Mosfellsbær keppir í Útsvari
Þá mæta Bjarki, María og Valgarð kvennaliðinu úr Borgarbyggð.
Opin hús fyrir foreldra í Mosfellsbæ
Líkt og undanfarin 9 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega. Gefnar hafa verið út nýjar aðalnámskrár leik- og grunnskóla og er í þeim gengið út frá 6 lykilþáttum
Opin hús fyrir foreldra í Mosfellsbæ
Opin hús fyrir foreldra í Mosfellsbæ
Líkt og undanfarin 9 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega. Gefnar hafa verið út nýjar aðalnámskrár leik- og grunnskóla og er í þeim gengið út frá 6 lykilþáttum:
Opinn nefndarfundur hjá íþrótta- og tómstundanefnd
Opinn nefndarfundur íþrótta- og tómstundanefndar verður haldinn fimmtudaginn 25. október í íþróttamiðstöðinni að Varmá kl. 17:00.
Opinn nefndarfundur umhverfisnefndar 25. október 2014
Fundurinn verður haldinn í Helgafelli, 2. hæð í Kjarna kl. 17:00.
Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar.
Auglýsing um kjörstað og aðsetur yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar. Kjörstaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu, um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, sem fram fer þann 20. október 2012 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22.
Tilkynning um framlagningu kjörskrár
Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu, um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, sem fram fer þann 20. október 2012, liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á skrifstofutíma frá kl. 08:00 – 16:00, frá og með 10. október 2012 og til kjördags.
Opinn nefndarfundur fjölskyldunefndar
Opinn nefndarfundur fjölskyldunefndar verður haldinn þriðjudaginn 16. október kl. 17:00 á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, 2. hæð.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2012
Þróunar- og ferðamálanefnd gerir árlega tillögu til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um viðurkenningu fyrir þróunar- eða nýsköpunar-hugmynd. Nefndin auglýsir eftir tillögum – umsóknarfrestur til 15. október
Ljósmyndakeppni 'Haust í Mosfellsbæ' fyrir áhugaljósmyndara
Breyttur útivistartími 1. september
Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. september. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20:00. Unglingar 13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
Menningarhaust - Rökkurró í vetrarbyrjun, menningarvaka í Mosfellsbæ- Tónleikar
Í tilefni 25 ára afmælisársins verður boðið upp á notalega hausttónleika ‘Rökkurró í vetrarbyrjun’ í Listasal Bókasafns Mosfellsbæjar fimmtudagskvöldið 25. október. Það verða þau Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir sem verða með tónleika þetta kvöld. Kertaljós, kaffi og kökur og notalegir tónar.