Opinn nefnarfundur fræðslunefndar verður haldinn 30. október næstkomandi.
Fundurinn verður haldinn í Helgafelli, 2 hæð í Kjarna, kl. 17:15.
Fræðslunefnd fer með fræðslumál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með verkefni skólanefndar samkvæmt lögum um grunnskóla og verkefni leikskólanefndar samkvæmt lögum um leikskóla og hefur umsjón með dagvistunarúrræðum fyrir börn í Mosfellsbæ. Nefndin veitir leyfi til daggæslu barna í heimahúsum og hefur eftirlit með rekstri gæsluvalla fyrir börn. Nefndin fer ennfremur með málefni tónlistarskóla samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.
Skólastjórar, fulltrúar starfsmanna og foreldrafulltrúar sitja fundi nefndarinnar þegar málefni sem þá varða eru til umfjöllunar í nefndinni.
Fundir eru að jafnaði haldnir annan hvern þriðjudag, kl. 17:15.
Tengt efni
Opinn íbúafundur og samráðsgátt
Þann 14. febrúar sl. var haldinn opinn fundur í Hlégarði með íbúum Mosfellsbæjar, hagsmunaaðilum og fulltrúum úr atvinnulífinu og tóku um 60 manns þátt í vinnu fundarins.
Opinn íbúafundur mánudaginn 27. júní 2022
Kynningarfundur vegna deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum.
Viðspyrna og þjónusta við íbúa tryggð í skugga heimsfaraldurs
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 25. nóvember.