Miðvikudaginn 31. október klukkan 20 verður fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 lykilþátta og er einn af þeim læsi. Við höfum fengið til liðs við okkur Stefán Jökulsson lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands til að fjalla um þetta efni og það hvernig það snýr að foreldrum.
Opið hús hjá SKÓLASKRIFSTOFU MOSFELLSBÆJAR
Vitund um læsi í víðum skilningi
Miðvikudaginn 31. október klukkan 20 verður fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.
Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 lykilþátta og er einn af þeim læsi. Við höfum fengið til liðs við okkur Stefán Jökulsson lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands til að fjalla um þetta efni og það hvernig það snýr að foreldrum.
Læsi hefur löngum tengst þeirri kunnáttu og færni sem fólk þarfnast til þess að geta fært hugsun sína í letur og skilið prentaðan texta. Stefán ræðir hins vegar um læsi í breyttu samskiptaumhverfi þar sem stafrænir miðlar og mörg táknkerfi koma við sögu.
Hvað merkir það að vera læs og skrifandi í slíku umhverfi? Hvernig högum við skólastarfi þar sem tungumálið er í sambýli við aðra tjáningarmiðla sem gegna mikilvægu hlutverki í námi, starfi og lýðræðisþátttöku fólks?
Áhugavert innleg um málefni sem allir er koma að uppeldi barna þurfa að huga að.