Síðastliðinn fimmtudag héldu Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur tónleika á Bókasafni Mosfellsbæjar. Tónleikarnir voru liður í haustdagskránni “Menningarhaust” sem er í boði Mosfellsbæjar í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins. Gríðalega góð mæting var á tónleikana en vel yfir 100 gestir mættu til að hlýða á stórskemmtilega dagskrá dúettsins.
Síðastliðinn fimmtudag héldu Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur tónleika á Bókasafni Mosfellsbæjar. Tónleikarnir voru liður í haustdagskránni “Menningarhaust” sem er í boði Mosfellsbæjar í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins. Gríðalega góð mæting var á tónleikana en vel yfir 100 gestir mættu til að hlýða á stórskemmtilega dagskrá dúettsins.
Við þetta tilefni voru einnig veittar viðurkenningar í ljósmyndakeppni áhugaljósmyndara sem haldin var á Facebook síðu bæjarins undir heitinu “Haust í Mosfellsbæ”. Bæjarbúar létu ekki sitt eftir liggja og sendu hátt í 200 myndir inn í keppnina hver annarri fallegri. Ljóst er að mikill áhugi er á ljósmyndun í bænum og efniviðurinn nægur til að halda fljótlega aðra keppni. Hægt er að skoða myndirnar hérna: http://www.facebook.com/sveitarfelagid.mosfellsbaer