Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2013 var lögð fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn í gær 31. októ­ber.

Gert er ráð fyr­ir já­kvæðri rekstr­arnið­ur­stöðu sam­stæð­unn­ar sem nem­ur rúm­lega 33 mkr. Áætl­að­ar tekj­ur eru 6.732 mkr. Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar eru 9.289 mkr. Eig­in­fjár­hlut­fall er áætlað 29%. Veltufé frá rekstri er 697 mkr sem er 10,4%. Fram­legð­ar­hlut­fall er 14%.

Megin­á­hersl­ur í fjár­hags­áætlun 2013 eru hér eft­ir sem hing­að til að standa vörð um þá grunn- og vel­ferð­ar­þjón­ustu sem veitt er af stofn­un­um bæj­ar­ins. Í fjár­hags­áætl­un­inni fyr­ir árið 2013 er ver­ið að leggja meiri fjár­muni í þjón­ust­una en nem­ur verð­lags­hækk­un­um sem von­andi verð­ur til þess að bæta þjón­ustu við íbúa enn frek­ar.

Upp­bygg­ing á sér stað í Mos­fells­bæ og gert er ráð fyr­ir að fjór­ar stór­ar bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir verði í gangi á ár­inu 2013.  Bygg­ing hjúkr­un­ar­heim­il­is sem gert er ráð fyr­ir að tekin verði í notk­un á ár­inu. Þjón­ustumið­stöð fyr­ir aldr­aða á Hlað­hömr­um verð­ur einn­ig tekin í notk­un og mun hún hafa mik­il áhrif á fé­lags­st­arf aldr­aðra á bæn­um. Bygg­ing fram­hald­skóla í sam­vinnu við rík­ið er í full­um gangi og gert er ráð fyr­ir að skól­inn verð tek­inn í notk­un í janú­ar 2014. Ákveð­ið var á ár­inu að ráð­ast í bygg­ingu á nýj­um íþrótta­sal við Varmá sem hýsa mun að­stöðu fyr­ir fim­leika og bar­dag­aí­þrótt­ir. Sú fram­kvæmd mun fara af stað á nýju ári. Óhætt er að full­yrða að að­staða fyr­ir fram­hald­skóla­nema, eldra fólk og bætt að­staða til íþrótta­iðkun­ar barna og ung­linga, mun nýt­ast flest­um heim­il­um í Mos­fells­bæ á einn eða ann­an hátt.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00