Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. október 2012

For­varn­ar­dag­ur 2012 verð­ur hald­inn mið­viku­dag­inn 31. októ­ber næst­kom­andi.

Dag­ur­inn er helg­að­ur nokkr­um heilla­ráð­um sem geta forð­að börn­um og ung­ling­um frá fíkni­efn­um, ráð­um sem eiga er­indi við all­ar fjöl­skyld­ur í land­inu.

Í til­efni dags­ins verð­ur nem­end­um FMOS boð­ið upp á vinnu­stof­ur í stað hefð­bund­inn­ar kennslu. Áhersla verð­ur lögð á efl­ingu sjálfs­trausts til ákvörð­un­ar­töku og ábyrgð ein­stak­lings­ins á sjálf­um sér.

Um kvöld­ið verð­ur kaffi­húsa­kvöld hjá for­eldr­um og nem­end­um í skól­an­um. Þar verð­ur boð­ið upp á fyr­ir­lest­ur Páls Ólafs­son­ar, fé­lags­ráð­gjafa sem fjall­ar á skemmti­leg­an hátt um sam­skipti for­eldra og ung­linga.

For­varn­ar­dag­ur­inn er hald­in að frum­kvæði for­seta Ís­lands í sam­vinnu við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Ís­lands, Ung­menna­fé­lag Ís­lands, Banda­lag ís­lenskra skáta, Reykja­vík­ur­borg, Há­skóla Ís­lands og Há­skól­ann í Reykja­vík.

Verk­efn­ið er stutt af lyfja­fyr­ir­tæk­inu Acta­vis.

Tengt efni