Forvarnardagur 2012 verður haldinn miðvikudaginn 31. október næstkomandi.
Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Í tilefni dagsins verður nemendum FMOS boðið upp á vinnustofur í stað hefðbundinnar kennslu. Áhersla verður lögð á eflingu sjálfstrausts til ákvörðunartöku og ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér.
Um kvöldið verður kaffihúsakvöld hjá foreldrum og nemendum í skólanum. Þar verður boðið upp á fyrirlestur Páls Ólafssonar, félagsráðgjafa sem fjallar á skemmtilegan hátt um samskipti foreldra og unglinga.
Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis.
Tengt efni
Nemendur úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum
Tveir vinabekkir 1.B og 8.B úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum úr Yrkjusjóði nálægt Köldukvísl nýlega.
FMOS tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2023
Fimm skólar eða aðrar menntastofnanir eru tilnefndar til Íslensku menntaverðlaunanna 2023.
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.