Forvarnardagur 2012 verður haldinn miðvikudaginn 31. október næstkomandi.
Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Í tilefni dagsins verður nemendum FMOS boðið upp á vinnustofur í stað hefðbundinnar kennslu. Áhersla verður lögð á eflingu sjálfstrausts til ákvörðunartöku og ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér.
Um kvöldið verður kaffihúsakvöld hjá foreldrum og nemendum í skólanum. Þar verður boðið upp á fyrirlestur Páls Ólafssonar, félagsráðgjafa sem fjallar á skemmtilegan hátt um samskipti foreldra og unglinga.
Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis.