Opinn fundur menningarmálanefndar um menningarstefnu Mosfellsbæjar fer fram miðvikudaginn 31. október, í Bókasafn Mosfellsbæjar, kl. 17:00.
Er bæjarstjórn fól nefndum bæjarins að halda opna fundi ákvað Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar að rétt væri að gefa kost á umræðum og athugasemdum um menningarstefnuna eins og hún lítur út nú.
Því er þér sérstaklega boðið að mæta á opinn fund menningarmálanefndar um menningarstefnu Mosfellsbæjar, miðvikudaginn 31. október, í Bókasafn Mosfellsbæjar, kl. 17:00 og taka þátt í umræðum og koma sjónarmiðum þínum á framfæri.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar hefur um nokkurt skeið átt í drögum menningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Hún hefur verið kynnt m.a. á vef bæjarins og hefur það verið ætlan nefndarinnar að efla til umræðu um drögin meðal bæjarbúa og einkum meðal þeirra sem sérstakra hagsmuna eiga að gæta þegar kemur að listum og menningu í Mosfellsbæ, eða eru sérfróðir um menningu bæjarins, eða menningu almennt.
Menningarmálanefnd fer með menningarmál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með málefni Bókasafns Mosfellsbæjar, vinabæjasamskipti og málefni lista- og menningarsjóðs bæjarins.
Tengt efni
Opinn íbúafundur og samráðsgátt
Þann 14. febrúar sl. var haldinn opinn fundur í Hlégarði með íbúum Mosfellsbæjar, hagsmunaaðilum og fulltrúum úr atvinnulífinu og tóku um 60 manns þátt í vinnu fundarins.
Opinn íbúafundur mánudaginn 27. júní 2022
Kynningarfundur vegna deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum.
Viðspyrna og þjónusta við íbúa tryggð í skugga heimsfaraldurs
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 25. nóvember.