Opinn nefndarfundur fjölskyldunefndar verður haldinn þriðjudaginn 16. október kl. 17:00 á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, 2. hæð.
Almennur hluti fundarins verður opinn almenningi en lokaður þegar trúnaðarmál verða rædd.
Nefndin fer með félagsmál og húsnæðismál eftir því sem kveðið er á um í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 og í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Nefndin fer með verkefni barnaverndarnefndar samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002. Jafnframt fer nefndin með jafnréttismál eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000.
Unnur V. Ingólfsdóttir er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Tengt efni
Mosfellsbær óskar eftir íbúðum eða herbergjum til leigu
Mosfellsbær auglýsir eftir íbúðum og/eða herbergjum fyrir flóttafólk til leigu, bæði fyrir einstaklinga og barnafjölskyldur.
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2024
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði velferðarmála í Mosfellsbæ.
Gott að eldast í Mosfellsbæ