Fundurinn verður haldinn í Helgafelli, 2. hæð í Kjarna kl. 17:00.
Nefndin fer með umhverfismál eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar um nefndina. Hún fer með verkefni náttúruverndarnefndar samkvæmt náttúruverndarlögum og verkefni gróðurverndarnefndar samkvæmt lögum um landgræðslu. Nefndin fer með verkefni fjallskilanefndar samkvæmt fjallskilareglugerð og hefur umsjón með búfjáreftirliti samkvæmt lögum um búfjárhald. Nefndin fer einnig með málefni staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Stóri Plokkdagurinn 30. apríl 2023
Með þátttöku í Stóra plokkdeginum vill Mosfellsbær taka virkan þátt í þessu metnaðarfulla umhverfisátaki sem fer fram undir merkjum félagsskaparins Plokk á Íslandi.
Þriggja ára plokkari
Steinar Þór Björnsson rúmlega þriggja ára plokkari og fyrirmyndar Mosfellingur hefur verið öflugur í að plokka með aðstoð pabba síns.
Opinn íbúafundur og samráðsgátt
Þann 14. febrúar sl. var haldinn opinn fundur í Hlégarði með íbúum Mosfellsbæjar, hagsmunaaðilum og fulltrúum úr atvinnulífinu og tóku um 60 manns þátt í vinnu fundarins.