Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.
Lokað fyrir heitt vatn í Arnartanga 25 - 40 miðvikudaginn 28. júní kl. 9:00 - 13:00
Vegna endurnýjunar á heimtaug verður lokað fyrir heitt vatn í Arnartanga 25 – 40 í dag, miðvikudaginn 28. júní kl. 9:00 – 13:00.
Fræsingar í Mosfellsbæ 27. og 28. júní 2023
Næstu daga verður unnið að malbiks fræsingum í Mosfellsbæ.
Afhending nýrra tunna heldur áfram 29. og 30. júní í Reykjahverfi og Helgafellshverfi
Þá er komið að síðustu vikunni í dreifingu á tunnum hér í Mosfellsbæ.
Pistill bæjarstjóra 23. júní 2023
Sumarblómin prýða bæinn
Garðyrkjudeildin vinnur nú hörðum höndum að því að prýða bæinn okkar með sumarblómum.
Styrkir úr Klörusjóði afhentir 20. júní 2023
Þriðjudaginn 20. júní voru afhentir styrkir úr Klörusjóði en markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ sú fyrsta sinnar tegundar
Dagana 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.
Fjölskylduklefi í Lágafellslaug lokaður vegna framkvæmda frá og með 26. júní 2023
Frá og með 26. júní verður fjölskylduklefinn í Lágafellslaug lokaður vegna endurnýjunar á innréttingum og tækjum.
Vel heppnuð 17. júní hátíðarhöld
Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Mosfellsbæ var fjölbreytt og veðrið lék við hátíðargesti.
Lokað fyrir heitt vatn í hluta Helgafellshverfis mánudaginn 19. júní kl. 12:00 - 16:00
Pistill bæjarstjóra 16. júní 2023
Vel heppnaður kynningarfundur á drögum að nýju aðalskipulagi Mosfellsbæjar
Fimmtudaginn 15. júní var haldinn kynningarfundur á frumdrögum að nýju aðalskipulagi Mosfellsbæjar sem var opinn öllum í Hlégarði.
Afhending nýrra tunna heldur áfram 19. og 20. júní í Leirvogstunguhverfi og dreifbýli í Mosfellsbæ
Þá er dreifing að verða hálfnuð hérna í Mosfellsbæ og komið að tunnum áætlaðar í viku 25.
Launahækkun bæjarstjóra til samræmis við ákvörðun ríkisstjórnar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að laun bæjarstjóra hækki um 2,5% til samræmis við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð.
Nýtt deiliskipulag fyrir Suðurlandsveg í Mosfellsbæ og Kópavogi samþykkt
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 11. maí 2023 og bæjarstjórn Kópavogsbæjar þann 13. júní 2023 nýtt deiliskipulag fyrir Suðurlandsveg.
Lokað fyrir heitt vatn í Skálahlíð og Bröttuhlíð miðvikudaginn 14. júní kl. 12:00 - 14:00
Vegna vinnu við tengingar í dreifikerfi hitaveitu verður lokað fyrir heitt vatn í Bröttuhlíð og Skálahlíð í dag, miðvikudaginn 14. júní á milli kl. 12:00 og 14:00.
Sumaropnun á bæjarskrifstofum og í þjónustuveri Mosfellsbæjar
Sumaropnun bæjarskrifstofa og þjónustuvers er frá 12. júní til og með 11. ágúst 2023.
Grenndarkynning vegna tillögu að deiliskipulagsbreytingu frístundahúsalóða, Óskotsvegur 12 og 14 (L125531 og L204619)
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi, Óskotsvegar 12 og 14.