Þriðjudaginn 20. júní voru afhentir styrkir úr Klörusjóði en markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
Í sjóðinn geta sótt kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við skóla/frístund í Mosfellsbæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu sem og fræðslu- og frístundasvið í samstarfi við skóla.
Áherslan 2023 er lögð á stoðir nýrrar menntastefnu Mosfellsbæjar sem eru vöxtur, fjölbreytni og samvinna.
Að þessu sinni hlutu eftirfarandi verkefni styrk úr sjóðnum:
- Tónlist í Kvíslarskóla: Davíð Ólafsson, Kvíslarskóla
- Í nálægð við náttúruna: Kristlaug Þ. Svavarsdóttir, leikskólanum Reykjakoti
- Námsefnisgerð/námskrá fyrir gróðurhús: Margrét Lára Eðvarðsdóttir, Helgafellsskóla
- Rafræn stærðfræðikennsla: Örn Bjartmars Ólafsson, Kvíslarskóla
Nafn sjóðsins Klörusjóður er til heiðurs Klöru Klængsdóttur (1920-2011). Klara útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1939 og hóf sama ár kennslu við Brúarlandsskóla hér í bæ og starfaði hún alla sína starfsævi sem kennari í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa 2024
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2024.
Erna Sóley afreksíþróttamaður 2024