Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Það er nóg um að vera í Mos­fells­bæ í sum­ar.

Á Stekkj­ar­flöt er stórt svæði með leik­tækj­um og ærslabelg sem er op­inn frá kl. 10:00 – 22:00. Að auki er hægt að spila blak á strand­bla­kvell­in­um sem er stað­sett­ur ná­lægt íþróttamið­stöð­inni að Varmá. Blak­deild Aft­ur­eld­ing­ar sér um bók­an­ir og um­sjón með vell­in­um. Þá er skemmti­leg­ur rat­leik­ur fyr­ir alla fjöl­skyld­una úr Ála­fosskvos og um Reykjalund­ar­skóg. Í Æv­in­týra­garð­in­um eru marg­vís­leg klif­ur- og þrauta­tæki sem og ann­ar ærslabelg­ur. Þar er líka níu holu fris­bí­golf­völl­ur.

Í bæn­um eru tvær sund­laug­ar, Lága­fells­laug og Varmár­laug, þar sem hægt er að njóta góða veð­urs­ins. Ná­lægð­in við nátt­úr­una ger­ir íbú­um líka fært að njóta úti­vist­ar af ýmsu tagi auk þess sem hægt er að finna göngu-, hlaupa- og hjóla­leið­ir við allra hæfi í ná­grenni bæj­ar­ins.

Einn­ig er hægt að:

  • fá lán­að­ar bæk­ur, hljóð­bæk­ur, spil, kökumót og fleira á bóka­safn­inu
  • fara í fjöru­ferð
  • fara í göngu­ferð að Tungu­fossi eða Helgu­fossi í Mos­fells­dal
  • fara í skóg­ar­ferð um Hamra­hlíð­ar­skóg
  • prófa allskon­ar leik­velli
  • spila körfu­bolta á ein­hverj­um af körfu­bolta­völl­un­um
  • taka þátt í Sum­ar­lestri bóka­safns­ins

Ekki má gleyma öll­um þeim áhuga­verðu við­burð­um sem í boði eru í Mos­fells­bæ.

Stofu­tón­leik­ar á Gljúfra­steini

Tón­leik­ar í stof­unni á Gljúfra­steini á hverj­um sunnu­degi í sum­ar. Tón­leik­arn­ir hefjast kl. 16 og að­gangs­eyr­ir er kr. 3.500.

Júlí

  • 2. júlí Bríet leik­ur lög sín í ró­legri bún­ingi þar sem ein­lægni og kósí­heit eru í fyr­ir­rúmi
  • 9. júlí Diddú og Dav­íð Þór Jóns­son koma fram á tvöhundruð­ustu tón­leik­um safns­ins
  • 16. júlí Reyn­ir Hauks­son leik­ur á gít­ar­inn í stof­unni á Gljúfra­steini
  • 23. júlí Bjarni Frí­mann verð­ur við flygil­inn í stof­unni á Gljúfra­steini
  • 30. júlí Pamela De Sensi, Guðríð­ur St. Sig­urð­ar­dótt­ir og Mar­grét Hrafns­dótt­ir flytja sól­ríka fuglatóna

Ág­úst

  • 6. ág­úst Karl Ol­geirs­son leik­ur ætt­jarð­ar­lög og þjóðlög með jazzívafi
  • 13. ág­úst Magnús Jó­hann læt­ur pí­anótóna svífa um stof­una á Gljúfra­steini
  • 20. ág­úst Þor­gerð­ur Ása og Ásta Soffía gera ís­lenskri tangó­tónlist skil í tali og tón­um
  • 27. ág­úst Kol­beinn Ket­ils­son ten­ór bland­ar ólík­um list­form­um sam­an við ein­söngv­ar­ann

Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar

Lista­kon­an Habby Osk sýn­ir í Lista­saln­um en sýn­ing­in Compon­ents opn­ar 30. júní og mun standa til 28. júlí. Titill sýn­ing­ar­inn­ar vís­ar í að vera part­ur af stærri heild eða kerfi og áhrif þess. Tengsl­in á milli parta geta ver­ið við­kvæm og oft má lít­ið út af bregða til að breyt­ing­ar verði og að heild­in falli eða kerf­ið hrynji. Sýn­ing­in sam­an­stend­ur af skúlp­túr­um og ljós­mynd­um þar sem verk­in reiða sig á að hver part­ur standi sig.

Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar er stað­sett­ur inn af Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar, Kjarna, Þver­holti 2. Opið er kl. 09:00-18:00 á virk­um dög­um í sumar.


Úti­mark­að­ur Mos­skóga (1. júlí – 9. september)

Á úti­mark­aði Mos­skóga í Mos­fells­dal er hægt að kaupa varn­ing frá rækt­end­um og fram­leið­end­um í ná­grenn­inu. Þar má nefna líf­rænt rækt­að græn­meti og ber, heima­gerð­ar sult­ur og mauk, nýbak­að brauð, sil­ung frá Heiða­bæ og rós­ir frá Dals­garði.

Úti­mark­að­ur Mos­skóga í Mos­fells­dal, Dals­garði 1, 271 Mos­fells­bæ.

Opið alla laugardaga frá 1. júlí til 9. september frá kl. 10:00 – 15:00.


Leik­hóp­ur­inn Lotta sýn­ir söng­leik­inn Gilitrutt (21. ág­úst)

Sýn­ing­in fer fram mánu­dag­inn 21. ág­úst kl. 18:00 á tún­inu við Hlé­garð.

Í æv­in­týr­inu um Gilitrutt flétt­ast sam­an sög­urn­ar um geiturn­ar þrjár og Bú­kollu auk þjóð­sög­unn­ar um Gilitrutt. Að auki fá áhorf­end­ur að kynn­ast bróð­ur henn­ar Gilitrutt­ar hon­um Bárði, fólk­inu á bæn­um Bakka og fleiri skemmti­leg­um per­són­um úr Æv­in­týra­skóg­in­um.

Miða­verð 3.500 kr. frítt fyr­ir 2ja ára og yngri. Bæði er hægt að nálg­ast miða á staðn­um sem og á tix.is.


Í tún­inu heima (25. – 27. ág­úst)

Fjöl­breytt­ir menn­ing­ar­við­burð­ir eru í boði, tón­leik­ar, mynd­lista­sýn­ing­ar, úti­mark­að­ir og íþrótta­við­burð­ir svo fátt eitt sé nefnt.

Há­tíð­in hefst form­lega á föstu­dags­kvöldi með skrúð­göngu, varð­eld og brekku­söng í Ála­fosskvos.

Hápunkt­ur há­tíð­ar­inn­ar er á laug­ar­dags­kvöld þeg­ar stór­tón­leik­ar fara fram á Mið­bæj­ar­torgi og stíga ávallt lands­þekkt­ar hljóm­sveit­ir ásamt heima­fólki á svið.


Tinda­hlaup­ið í boði Nettó (26. ág­úst)

Tinda­hlaup­ið fer fram laug­ar­dag­inn 26. ág­úst 2023. Hlaup­ið er ut­an­vega um fjöll, heið­ar og dali í bæj­ar­landi Mos­fells­bæj­ar.

Boð­ið er upp á fjór­ar vega­lengd­ir:

  • 7 tind­ar – 38,2 km með 1822m hækk­un. Rás­tími kl. 9:00.
  • 5 tind­ar – 34,4 km með 1410m hækk­un. Rás­tími kl. 9:00.
  • 3 tind­ar – 19 km með 812m hækk­un. Rás­tími kl. 11:00.
  • 1 tind­ur – 12,4 km með 420m hækk­un. Rás­tími kl. 11:00.

Skrán­ing er til mið­nætt­is mið­viku­dag­inn 24. ág­úst.

Nánari upplýsingar og skráning


Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00