Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. júní 2023

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um í dag að laun bæj­ar­stjóra hækki um 2,5% til sam­ræm­is við ákvörð­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar um laun þjóð­kjör­inna full­trúa og emb­ætt­is­manna sem áður heyrðu und­ir kjara­ráð.

Í ráðn­inga­samn­ingi bæj­ar­stjóra er kveð­ið á um að fjár­hæð launa skuli taka breyt­ing­um sam­kvæmt launa­vísi­tölu Hag­stofu Ís­lands þann 1. júlí ár hvert. Að óbreyttu hefði hækk­un launa bæj­ar­stjóra því geta num­ið allt að 9,5%.

Því munu heild­ar­laun bæj­ar­stjóra hækka um 51.034 kr. á mán­uði í stað 193.929 kr. ef ákvæð­um ráðn­ing­ar­samn­ings hefði ver­ið fylgt. Laun bæj­ar­full­trúa í bæj­ar­stjórn fylgja þing­fara­kaupi og munu því einnig hækka um 2,5% 1. júlí nk.

Að sögn Lovísu Jóns­dótt­ur vara­for­manns bæj­ar­ráðs er mik­il­vægt fyr­ir Mos­fells­bæ að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð á erf­ið­um tím­um og er ákvörð­un­in lið­ur í því. Til­lag­an var unn­in í fullri sátt við Regínu Ás­valds­dótt­ur bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

  • Nýtt skipu­rit hjá Mos­fells­bæ tek­ur gildi í dag

    Í dag, 1. sept­em­ber 2023, tek­ur nýtt skipu­rit gildi hjá Mos­fells­bæ.

  • Starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ing­ar veitt­ar á há­tíð­ar­dag­skrá

    Á há­tíð­ar­dag­skrá sem var hald­in í Hlé­garði í gær, í tengsl­um við bæj­ar­há­tíð­ina Í tún­inu heima fengu fimm starfs­menn Mos­fells­bæj­ar starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ingu.

  • Nýir stjórn­end­ur til Mos­fells­bæj­ar

    Á fundi bæj­ar­ráðs í dag þann 20. júlí var sam­þykkt ráðn­ing skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og sviðs­stjóra mannauðs og starfs­um­hverf­is. Þá var sam­þykkt ráðn­ing leik­skóla­stjóra á leik­skól­an­um Hlíð. Að auki voru kynnt­ar ráðn­ing­ar fimm nýrra stjórn­enda á vel­ferð­ar­sviði, um­hverf­is­sviði og fræðslu- og frí­stunda­sviði.