Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að laun bæjarstjóra hækki um 2,5% til samræmis við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð.
Í ráðningasamningi bæjarstjóra er kveðið á um að fjárhæð launa skuli taka breytingum samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands þann 1. júlí ár hvert. Að óbreyttu hefði hækkun launa bæjarstjóra því geta numið allt að 9,5%.
Því munu heildarlaun bæjarstjóra hækka um 51.034 kr. á mánuði í stað 193.929 kr. ef ákvæðum ráðningarsamnings hefði verið fylgt. Laun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn fylgja þingfarakaupi og munu því einnig hækka um 2,5% 1. júlí nk.
Að sögn Lovísu Jónsdóttur varaformanns bæjarráðs er mikilvægt fyrir Mosfellsbæ að sýna samfélagslega ábyrgð á erfiðum tímum og er ákvörðunin liður í því. Tillagan var unnin í fullri sátt við Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði