Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að laun bæjarstjóra hækki um 2,5% til samræmis við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð.
Í ráðningasamningi bæjarstjóra er kveðið á um að fjárhæð launa skuli taka breytingum samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands þann 1. júlí ár hvert. Að óbreyttu hefði hækkun launa bæjarstjóra því geta numið allt að 9,5%.
Því munu heildarlaun bæjarstjóra hækka um 51.034 kr. á mánuði í stað 193.929 kr. ef ákvæðum ráðningarsamnings hefði verið fylgt. Laun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn fylgja þingfarakaupi og munu því einnig hækka um 2,5% 1. júlí nk.
Að sögn Lovísu Jónsdóttur varaformanns bæjarráðs er mikilvægt fyrir Mosfellsbæ að sýna samfélagslega ábyrgð á erfiðum tímum og er ákvörðunin liður í því. Tillagan var unnin í fullri sátt við Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Nýtt skipurit hjá Mosfellsbæ tekur gildi í dag
Í dag, 1. september 2023, tekur nýtt skipurit gildi hjá Mosfellsbæ.
Starfsaldursviðurkenningar veittar á hátíðardagskrá
Á hátíðardagskrá sem var haldin í Hlégarði í gær, í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima fengu fimm starfsmenn Mosfellsbæjar starfsaldursviðurkenningu.
Nýir stjórnendur til Mosfellsbæjar
Á fundi bæjarráðs í dag þann 20. júlí var samþykkt ráðning skrifstofustjóra umbóta og þróunar og sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis. Þá var samþykkt ráðning leikskólastjóra á leikskólanum Hlíð. Að auki voru kynntar ráðningar fimm nýrra stjórnenda á velferðarsviði, umhverfissviði og fræðslu- og frístundasviði.