Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að laun bæjarstjóra hækki um 2,5% til samræmis við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð.
Í ráðningasamningi bæjarstjóra er kveðið á um að fjárhæð launa skuli taka breytingum samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands þann 1. júlí ár hvert. Að óbreyttu hefði hækkun launa bæjarstjóra því geta numið allt að 9,5%.
Því munu heildarlaun bæjarstjóra hækka um 51.034 kr. á mánuði í stað 193.929 kr. ef ákvæðum ráðningarsamnings hefði verið fylgt. Laun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn fylgja þingfarakaupi og munu því einnig hækka um 2,5% 1. júlí nk.
Að sögn Lovísu Jónsdóttur varaformanns bæjarráðs er mikilvægt fyrir Mosfellsbæ að sýna samfélagslega ábyrgð á erfiðum tímum og er ákvörðunin liður í því. Tillagan var unnin í fullri sátt við Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar.