Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 11. maí 2023 og bæjarstjórn Kópavogsbæjar þann 13. júní 2023 nýtt deiliskipulag fyrir Suðurlandsveg.
Deiliskipulagið nær til hluta Suðurlandsvegar frá sveitarfélagsmörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur í vestri að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar á efri hluta Lögbergsbrekku (Mosar) við Syðri-Fossvallaá í austri. Helstu framkvæmdir samkvæmt deiliskipulaginu er að mynda samfelldan stofnveg 2+2, frá Hólsmá að Lögbergsbrekku þar sem vegurinn er nú þegar tvíbreiður. Einnig er fyrirhugaður hliðarvegur 1+1, milli núverandi vegar að Waldorfskóla og vegar að Lækjarbotnalandi ásamt gatnamótum. Samhliða er gert ráð fyrir reiðstígum og undirgöngum þeim samhliða undir Suðurlandsveginn. Jafnframt er tekið frá framtíðarsvæði fyrir mislæg gatnamót.
Skipulagsstofnun hefur í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 yfirfarið málsgögnin og gerir ekki athugasemd við að birt sé auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Vakin er athygli á málskotsrétti samanber 10. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þ.e. frá og með 16. júní 2023.
- pdfSamantekt og umsögn Kópavogs og Mosfellsbæjar um málsmeðferð, athugasemdir og umsagnir
- pdfGreinargerð, skilmálar og umhverfisskýrsla
- pdfFylgiskjal 1 - Umsagnir
- pdfFylgiskjal 2 - Athugasemdir og ábendingar
- pdfDeiliskipulagsuppdráttur: Fossvellir - Hólmsá
- pdfDeiliskipulagsuppdráttur: Lækjarbotnar - Fossvellir
- pdfDeiliskipulagsuppdráttur: Hólmsá - Lækjarbotnar
- pdfDeiliskipulagsuppdráttur: Gatnamót við Geirland/Lækjarbotna