Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. júní 2023

Í sam­ræmi við skipu­lagslög nr. 123/2010 sam­þykkti bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar þann 11. maí 2023 og bæj­ar­stjórn Kópa­vogs­bæj­ar þann 13. júní 2023 nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Suð­ur­landsveg.

Deili­skipu­lag­ið nær til hluta Suð­ur­lands­veg­ar frá sveit­ar­fé­lags­mörk­um Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur í vestri að tví­breið­um hluta Suð­ur­lands­veg­ar á efri hluta Lög­bergs­brekku (Mos­ar) við Syðri-Fossvallaá í austri. Helstu fram­kvæmd­ir sam­kvæmt deili­skipu­lag­inu er að mynda sam­felld­an stofn­veg 2+2, frá Hólsmá að Lög­bergs­brekku þar sem veg­ur­inn er nú þeg­ar tví­breið­ur. Einn­ig er fyr­ir­hug­að­ur hlið­ar­veg­ur 1+1, milli nú­ver­andi veg­ar að Waldorf­skóla og veg­ar að Lækj­ar­botna­landi ásamt gatna­mót­um. Sam­hliða er gert ráð fyr­ir reiðstíg­um og und­ir­göng­um þeim sam­hliða und­ir Suð­ur­lands­veg­inn. Jafn­framt er tek­ið frá fram­tíð­ar­svæði fyr­ir mis­læg gatna­mót.

Skipu­lags­stofn­un hef­ur í sam­ræmi við 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 yf­ir­far­ið máls­gögn­in og ger­ir ekki at­huga­semd við að birt sé aug­lýs­ing um sam­þykkt deili­skipu­lags­ins í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda. Máls­með­ferð var sam­kvæmt 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Upp­drætt­ir hafa hlot­ið þá með­ferð sem of­an­greind lög mæla fyr­ir um.

Vakin er at­hygli á mál­skots­rétti sam­an­ber 10. kafla skipu­lagslaga nr. 123/2010 og lög um úr­skurð­ar­nefnd um­hverf­is- og auð­linda­mála nr. 130/2011 en þar kem­ur fram að stjórn­valdsákvarð­an­ir má kæra til úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála. Kæru­frest­ur er einn mán­uð­ur frá birt­ingu aug­lýs­ing­ar um sam­þykkt deili­skipu­lags­ins í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda þ.e. frá og með 16. júní 2023.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00