Fimmtudaginn 15. júní var haldinn kynningarfundur á frumdrögum að nýju aðalskipulagi Mosfellsbæjar sem var opinn öllum í Hlégarði.
Fundurinn var vel sóttur og voru tillögur skipulagsnefndar, markmið og helstu breytingar kynntar með ítarlegum hætti. Þá var einnig fjallað um rammahluta aðalskipulags fyrir íbúðarsvæði á Blikastaðalandi.
Þau gögn sem kynnt voru á fundinum eru nú aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Íbúum og öðrum hagaðilum gefst nú kostur á að veita umsagnir og koma með ábendingar til og með 12. ágúst næst komandi í gegnum nýju gáttina.
Að kynningum loknum sköpuðust góðar umræður og samtöl viðstaddra við ráðgjafa frá Arkís arkitekta, Alta ráðgjöf og skipulagsfulltrúa.
Valdimar Birgisson formaður skipulagsnefndar setti fundinn og Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnti drög að aðalskipulagi. Fundarstjórn var í höndum Sigríðar Indriðadóttur ráðgjafa.
Mosfellsbær hvetur öll til þess að kynna sér frumdrög og markmiðasetningu nýs aðalskipulags.
Mynd 1: Valdimar Birgisson formaður skipulagsnefndar, Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi og Sigríður Indriðadóttir fundarstjóri
Tengt efni
Umsagnafrestur um frumdrög aðalskipulagsins framlengdur
Mosfellsbær kynnti þann 12. júní frumdrög og vinnslutillögu nýs aðalskipulags sveitarfélagsins til umsagnar og athugasemda.
Frumdrög nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar 2022-2040
Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa samþykkt að kynna til umsagnar og athugasemda frumdrög og vinnslutillögu nýs aðalskipulags sveitarfélagsins til 2040, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Velkomin á fund um aðalskipulag Mosfellsbæjar!
Boðað er til kynningarfundar í Hlégarði, fimmtudaginn 15. júní og hefst fundurinn kl. 17:00.