Garðyrkjudeildin vinnur nú hörðum höndum að því að prýða bæinn okkar með sumarblómum.
Mosfellsbær er í samstarfi við blómabændur í Dalsgarði í Mosfellsdal og kemur meirihluti blómanna þaðan. Samstarfið felur meðal annars í sér að prófa nýjar tegundir og liti.
Garðurinn við Hlégarð er dæmi um svæði sem er í stöðugu viðhaldi og endurnýjun. Nú er til að mynda unnið að nýju sumarblómabeði þar og einnig fjölæru steinhæðabeði. Hugmyndin að því síðarnefnda kom í vor þegar ljóst var að ekki höfðu öll tré í garðinum þolað snjóþunga síðasta vetrar. Einnig hafa verið teknir í gagnið tveir róbótar sem sjá um að viðhalda grasinu við Hlégarð.
Myndir: Alexía Guðjónsdóttir
Tengt efni
Haustblómin mætt
Viðhald á gönguleiðum í sumar
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2024
Opið er fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.