Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. júní 2023

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um fimmtu­dag­inn 15. júní til­lögu fræðslu­nefnd­ar um svo­kall­aða skrán­ing­ar­daga í leik­skól­um frá og með næsta hausti.

Það þýð­ir að á skil­greind­um skrán­ing­ar­dög­um þurfa for­eldr­ar að skrá börn sín sér­stak­lega ef þeir hyggjast nýta sér þjón­ustu leik­skól­ans. Leik­skól­arn­ir verða opn­ir öll­um þeim sem þurfa á þjón­ust­unni að halda.

Mos­fells­bær stend­ur frammi fyr­ir því, eins og mörg önn­ur sveit­ar­fé­lög að út­færa verk­efn­ið Betri vinnu­tíma eða stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Verk­efn­ið hófst 2020 og var mark­mið­ið að full stytt­ing sem nem­ur tveim­ur vinnu­dög­um á mán­uði væri komin á í mars 2023 án þess að til komi við­bót­ar starfs­fólk eða þjón­usta skert. Það hef­ur reynt á starf­semi leik­skól­anna með­al ann­ars vegna þess að á sama tíma og börn geta dval­ið allt að 45 tíma á viku í leik­skól­an­um og al­geng­asti vist­un­ar­tími er 42,5 stund­ir á viku er unn­ið að því að stytta vinnu­tíma starfs­fólks í 36 tíma á viku.

Til að mæta þessu mark­miði verk­efn­is­ins er hug­mynd­in að bjóða for­eldr­um að skrá börn­in sín og óska sér­stak­lega eft­ir vist­un í kring­um jól-, páska- og vetr­ar­frí að há­marki 10 daga yfir árið og eft­ir kl. 14.00 alla föstu­daga. Með því er hægt að skipu­leggja leik­skóla­starf­ið fyr­ir­fram og gera starfs­fólki kleift að nýta þá daga til að taka út upp­safn­aða stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar.

Leik­skóla­stjór­ar munu kynna og inn­leiða þetta nýja fyr­ir­komulag í sam­ráði við for­eldra og starfs­fólk eft­ir sum­ar­frí. Hver skóli hef­ur þann­ig ráð­rúm til að að­laga fyr­ir­komu­lag­ið að sinni starf­semi.

Leik­skóla­gjöld verða lækk­uð sem nem­ur skrán­ing­ar­dög­um en þau sem nýta sér þjón­ustu á þeim dög­um greiða fyr­ir þá tíma.

Aldís Stef­áns­dótt­ir formað­ur fræðslu­nefnd­ar: „Leik­skól­ar hafa glímt í nokk­urn tíma við ým­is­kon­ar áskor­an­ir í starf­semi sinni. Það hef­ur með­al ann­ars sýnt sig í auk­inni veik­inda­fjar­veru og erf­ið­leik­um við að manna stöð­ur. Við met­um stöð­una þann­ig að nauð­syn­legt sé að bregð­ast við strax og gera starfs­að­stæð­ur í leik­skól­um að­lað­andi og sam­keppn­is­hæf­ar við önn­ur skólast­ig. Við von­umst til að stytt­ing vinnu­vik­unn­ar með þess­um hætti komi til móts við þau markmið. Þetta er tals­verð breyt­ing fyr­ir for­eldra og við erum mjög með­vit­uð um það. Þess vegna er mik­il­vægt að stíga var­lega til jarð­ar og gera öll­um kleift að sækja áfram þá þjón­ustu sem hing­að til hef­ur ver­ið veitt. Ég trúi því engu að síð­ur að marg­ir for­eldr­ar skilji stöð­una og vilji leggja sitt af mörk­um til að inn­leiða meiri stöðu­leika inn í leik­skóla­starf­ið. Það er gott fyr­ir alla.“

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00