Kári úr notkun út júní
Í júní 2020 tekur SORPA nýja gas- og jarðgerðarstöð í notkun í Álfsnesi (GAJA) en þar verður lífrænum hluta heimilisúrgangs umbreytt í jarðvegsbæti og metan. Til að mæta þörfum vinnslunnar í GAJA og til að auka endurnýtingu heimilisúrgangs hefur verið sett upp vélræn flokkunarlína í móttöku- og flokkunarstöðinni í Gufunesi.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 13. júní
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram laugardaginn 13. júní og í Mosfellsbæ byrjar hlaupið kl. 11:00 á Íþróttavellinum að Varmá. Hægt er að hlaupa 880 m, 3 km, 5 km eða 7 km.
Mosfellsbær og Míla undirrita samkomulag um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli
Mosfellsbær og Míla hafa undirritað samkomulag um styrk til handa Mílu, til uppbyggingar ljósleiðarakerfis í dreifbýli Mosfellsbæjar. Samningurinn nær til þeirra íbúðarhúsa og fyrirtækja sem ekki hafa aðgang að VDSL tengingum (ljósnetinu) við undirritun samnings.
Framkvæmdir á Hringvegi 1 í Mosfellsbæ - Breytingar á umferðarskipulagi hefjast í dag
Breytingar á umferðarskipulagi hefjast kl 19:00 þriðjudaginn 9. júní og standa yfir næstu daga. Á meðan á framkvæmdum stendur verður umferð á einni akrein í hvora átt. Búast má við því að umferð gangi hægt og einhverjar tafir verði um vinnusvæðið. Hámarkshraði verður tekinn niður í 50 km/klst. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar.
Þrenging Hringvegar (1) í Mosfellbæ
Vegna framkvæmda mun Hringvegur (1) í gegnum Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Skarhólabraut og að hringtorgi við Langatanga þrengjast niður í tvær akreinar frá 10. júní til 15. september. Hámarkshraði verður 50 km/klst.
Rafmagnslaust við Uglugötu í dag kl. 09:00-11:00
Vegna vinnu verður rafmagnslaust við Uglugötu í dag, mánudaginn 8. júní, kl. 09:00-11:00.
Malbikun í Kvíslartungu
Næstu daga verður unnið við malbiksyfirlögn í Kvíslartungu. Gatan verður yfirlögð í áföngum sem sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd. Gert er ráð fyrir að græni og guli áfanginn verði kláraður fyrir helgi og næstu þrír áfangar eftir helgi, ef veður leyfir.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2020 - Umsóknir og tilnefningar
Óskað eftir umsóknum og tilnefningum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2020.
Tillaga að deiliskipulagi: Dalsgarður í Mosfellsdal
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir Gróðrarstöðina Dalsgarð í Mosfellsdal.
Útboð - Varmárskóli Mosfellsbæ, endurbætur ytra byrðis 2-3. áfangi
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Varmárskóli Mosfellsbæ, endurbætur ytra byrðis 2-3. áfangi.
Rafmagnslaust við Klapparhlíð 18-24 29. maí 2020
Vegna viðgerðar verður rafmagnslaust við Klapparhlíð 18-24 föstudaginn 29. maí kl. 09:00-13:00.
Rafmagnslaust við Lækjarhlíð 3 og 5A 29. maí 2020
Vegna viðgerðar verður rafmagnslaust við Lækjarhlíð 3 og 5A föstudaginn 29. maí kl. 05:00-07:00.
Rafmagnslaust við Stórateig 28. maí 2020
Vegna vinnu við götuskáp verður rafmagnslaust við Stórateig fimmtudaginn 28. maí kl. 09:00-13:00.
Rafmagnslaust við Efri Reyki og Syðri Reyki 27. maí 2020
Vegna vinnu í götuskáp verður rafmagnslaust við Efri Reyki og Syðri Reyki miðvikudaginn 27. maí kl. 13:00-16:00.
Útboð - Leiksvæði í Leirvogstunguhverfi og Helgafellshverfi
Frestun fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði - Gjalddögum fjölgað í 10
Gjalddögum fasteignagjalda á árinu 2020 hefur verið fjölgað úr 9 í 10 fyrir alla fasteignaeigendur með fasteignagjöld yfir kr. 40.000.
Vinnuskóli Mosfellsbæjar - Umsóknarfrestur til 22. maí 2020
Hægt er að sækja um í vinnuskólann sumarið 2020 á Ráðningarvef Mosfellsbæjar.
Tvöföldun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ mun ljúka í ár
Samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar um tvöföldun Vesturlandsvegar milli Skarhólabrautar og Langatanga í Mosfellsbæ hefur verið boðið út. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti samning milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um kostnaðarskiptingu og endanlega kostnaðaráætlun verksins.
Ársreikningur Mosfellsbæjar staðfestur á fundi bæjarstjórnar
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 var staðfestur á fundi bæjarstjórnar, miðvikudaginn 13. maí, og sýnir að Mosfellsbær stendur sem fyrr styrkum fótum.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Fossatunga 17-19
Mosfellsbær auglýsir hér með breytingartillögu á samþykktu deiliskipulagi, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar með er kynningarmálum vegna breytingar hagað skv. 44. gr. um grenndarkynningar.