Hægt er að sækja um í vinnuskólann sumarið 2020 á Ráðningarvef Mosfellsbæjar.
Umsóknafrestur til 22. maí.
Í ár er boðið uppá að velja tvö tímabil af þremur:
A. tímabil 15.06. – 30.06.
B. tímabil 01.07. – 15.07.
C. tímabil 20.07.- 07.08. (lokað 29.07 – 04.08.)
Fræðsludagar/skemmtidagar verða auglýstir síðar.
Vinnutími er eftirfarandi:
- 8. bekkur: 3,5 tímar á dag fyrir hádegi aðra vikuna og eftir hádegi hina vikuna. Ekki unnið á föstudögum.
- 9. bekkur: 6 tímar mánudags til fimmtudags. Ekki unnið á föstudögum.
- 10. bekkur: 7 tímar á dag, nema á föstudögum er unnið til hádegis.
Laun sumarið 2020:
- 8. bekkur: 705 kr. á klst. m/orlofi.
- 9. bekkur: 940 kr. á klst. m/orlofi.
- 10. bekkur: 1.175 kr. á klst. m/orlofi.
Hlutverk vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Lögð er áhersla á að venja nemendur við það sem koma skal á hinum almenna vinnumarkaði, reglusemi, stundvísi og ábyrgðartilfinningu. Áhersla er lögð á að starfumhverfið sé hvetjandi og gefandi. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá bolid[hja]mos.is.
Tengt efni
Vinnuskóla lokið þetta sumarið
Regnbogagangbraut í Þverholtinu
Opnað aftur fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2021
Opnað hefur verið aftur fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fyrir sumarið 2021.