Samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar um tvöföldun Vesturlandsvegar milli Skarhólabrautar og Langatanga í Mosfellsbæ hefur verið boðið út. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti samning milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um kostnaðarskiptingu og endanlega kostnaðaráætlun verksins.
Samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar um tvöföldun Vesturlandsvegar milli Skarhólabrautar og Langatanga í Mosfellsbæ hefur verið boðið út. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti samning milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um kostnaðarskiptingu og endanlega kostnaðaráætlun verksins.
Verkefnið felur í sér miklar samgöngubætur fyrir bæði íbúa Mosfellsbæjar og þá sem eru á norður eða vesturleið með breikkun vegsvæða á kaflanum milli Skarhólabrautar og Langatanga, fjórum akreinum og aðskilnaði á akstursstefnum með vegriði. Vegakaflinn er 1,1 km. að lengd og hefur reynst flöskuháls þegar umferð er mikil en við framkvæmdina eykst jafnframt umferðaröryggi til muna. Samhliða verða byggðir hljóðvarnarveggir, hljóðmanir, biðstöð fyrir Strætó og tilheyrandi tengingar við stígakerfi Mosfellsbæjar.
Tilboð í verkið voru opnuð þann 5. maí 2020 hjá Vegagerðinni og var tilboð Loftorku uppá 490 miljónir lægst.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús. kr. |
Háfell ehf., Reykjavík | 609.369.540 | 86,3 | 118.990 |
Ístak hf., Mosfellsbæ | 557.953.098 | 79,0 | 67.573 |
Grafa og grjót ehf., Hafnarfirði | 507.785.440 | 71,9 | 17.405 |
Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ | 490.380.000 | 69,5 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 706.000.000 |
100,0 |
|
„Með breikkun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ verður brátt úr sögunni einn mesti flöskuhálsinn á þjóðvegi eitt. Langar raðir sem myndast hafa í átt að Mosfellsbæ á álagstímum heyra þá sögunni til. Þessi framkvæmd hefur verið baráttumál okkar Mosfellinga í mörg ár. Þetta er löngu tímabær framkvæmd og mikið fagnaðarefni.“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Samkvæmt útboðslýsingu skal full ljúka verkinu eigi síðar en 1. desember 2020.