Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. maí 2020

    Sam­starfs­verk­efni Vega­gerð­ar­inn­ar og Mos­fells­bæj­ar um tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar milli Skar­hóla­braut­ar og Langa­tanga í Mos­fells­bæ hef­ur ver­ið boð­ið út. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti samn­ing milli Mos­fells­bæj­ar og Vega­gerð­ar­inn­ar um kostn­að­ar­skipt­ingu og end­an­lega kostn­að­ar­áætlun verks­ins.

    Sam­starfs­verk­efni Vega­gerð­ar­inn­ar og Mos­fells­bæj­ar um tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar milli Skar­hóla­braut­ar og Langa­tanga í Mos­fells­bæ hef­ur ver­ið boð­ið út. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti samn­ing milli Mos­fells­bæj­ar og Vega­gerð­ar­inn­ar um kostn­að­ar­skipt­ingu og end­an­lega kostn­að­ar­áætlun verks­ins.

    Verk­efn­ið fel­ur í sér mikl­ar sam­göngu­bæt­ur fyr­ir bæði íbúa Mos­fells­bæj­ar og þá sem eru á norð­ur eða vest­ur­leið með breikk­un veg­svæða á kafl­an­um milli Skar­hóla­braut­ar og Langa­tanga, fjór­um ak­rein­um og að­skiln­aði á akst­urs­stefn­um með vegriði. Vegakafl­inn er 1,1 km. að lengd og hef­ur reynst flösku­háls þeg­ar um­ferð er mik­il en við fram­kvæmd­ina eykst jafn­framt um­ferðarör­yggi til muna. Sam­hliða verða byggð­ir hljóð­varn­ar­vegg­ir, hljóð­man­ir, bið­stöð fyr­ir Strætó og til­heyr­andi teng­ing­ar við stíga­kerfi Mos­fells­bæj­ar.

    Til­boð í verk­ið voru opn­uð þann 5. maí 2020 hjá Vega­gerð­inni og var til­boð Loftorku uppá 490 milj­ón­ir lægst.

    Bjóð­andi Til­boð kr. Hlut­fall Frá­vik þús. kr.
    Há­fell ehf., Reykja­vík 609.369.540 86,3 118.990
    Ístak hf., Mos­fells­bæ 557.953.098 79,0 67.573
    Grafa og grjót ehf., Hafnar­firði 507.785.440 71,9 17.405
    Loftorka Reykja­vík ehf., Garða­bæ 490.380.000 69,5 0
    Áætl­að­ur verk­taka­kostn­að­ur 706.000.000
    100,0
     
           

    „Með breikk­un Vest­ur­lands­veg­ar í gegn­um Mos­fells­bæ verð­ur brátt úr sög­unni einn mesti flösku­háls­inn á þjóð­vegi eitt. Lang­ar rað­ir sem myndast hafa í átt að Mos­fells­bæ á álags­tím­um heyra þá sög­unni til. Þessi fram­kvæmd hef­ur ver­ið bar­áttu­mál okk­ar Mos­fell­inga í mörg ár. Þetta er löngu tíma­bær fram­kvæmd og mik­ið fagn­að­ar­efni.“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

    Sam­kvæmt út­boðs­lýs­ingu skal full ljúka verk­inu eigi síð­ar en 1. des­em­ber 2020.

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00