Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 var staðfestur á fundi bæjarstjórnar, miðvikudaginn 13. maí, og sýnir að Mosfellsbær stendur sem fyrr styrkum fótum.
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 var staðfestur á fundi bæjarstjórnar, miðvikudaginn 13. maí, og sýnir að Mosfellsbær stendur sem fyrr styrkum fótum.
Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 416 milljónir sem er um 26 milljóna betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Það skýrist af auknum tekjum vegna hærri launatekna íbúa, meiri umsvifum í sveitarfélaginu og lægri fjármagnskostnaði en ráð var gert fyrir.
Ábyrgur rekstur málaflokka
Rekstur málaflokka gekk vel og er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun. Rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnsliða námu 9.626 milljónum en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að verja 9.345 milljónum til reksturs málaflokka.
Fræðslumál eru sem fyrr langstærsti málaflokkurinn en til hans var varið 5.284 milljónum eða 52,77% skatttekna. Til félagsþjónustu var veitt 1.953 milljónum og eru þar meðtalin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Loks eru íþrótta- og tómstundamál þriðja umfangsmesta verkefni bæjarins og til þeirra var ráðstafað um 1.070 milljónum.