Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. maí 2020

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2019 var stað­fest­ur á fundi bæj­ar­stjórn­ar, mið­viku­dag­inn 13. maí, og sýn­ir að Mos­fells­bær stend­ur sem fyrr styrk­um fót­um.

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2019 var stað­fest­ur á fundi bæj­ar­stjórn­ar, mið­viku­dag­inn 13. maí, og sýn­ir að Mos­fells­bær stend­ur sem fyrr styrk­um fót­um.

    Rekstr­arnið­ur­staða árs­ins er já­kvæð um 416 millj­ón­ir sem er um 26 millj­óna betri af­koma en gert var ráð fyr­ir í fjár­hags­áætlun árs­ins. Það skýrist af aukn­um tekj­um vegna hærri launa­tekna íbúa, meiri um­svif­um í sveit­ar­fé­lag­inu og lægri fjár­magns­kostn­aði en ráð var gert fyr­ir.

    Ábyrg­ur rekst­ur mála­flokka

    Rekst­ur mála­flokka gekk vel og er í ágætu sam­ræmi við fjár­hags­áætlun. Rekstr­ar­gjöld án af­skrifta og fjár­magnsliða námu 9.626 millj­ón­um en sam­kvæmt fjár­hags­áætlun var gert ráð fyr­ir að verja 9.345 millj­ón­um til rekst­urs mála­flokka.

    Fræðslu­mál eru sem fyrr lang­stærsti mála­flokk­ur­inn en til hans var var­ið 5.284 millj­ón­um eða 52,77% skatt­tekna. Til fé­lags­þjón­ustu var veitt 1.953 millj­ón­um og eru þar með­talin fram­lög vegna mál­efna fatl­aðs fólks. Loks eru íþrótta- og tóm­stunda­mál þriðja um­fangs­mesta verk­efni bæj­ar­ins og til þeirra var ráð­stafað um 1.070 millj­ón­um.

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00