Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. júní 2020

Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar ósk­ar eft­ir til­boð­um í verk­ið: Varmár­skóli Mos­fells­bæ, end­ur­bæt­ur ytra byrð­is 2-3. áfangi.

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir áhuga­söm­um að­il­um til að taka þátt í út­boði vegna við­halds­fram­kvæmda við Varmár­skóla, yngri deild, Skóla­braut 6 í Mos­fells­bæ. Fram­kvæmd­ir fara fram á ár­innu 2020 og 2021. Verk­efni þetta fel­ur í sér end­ur­nýj­un á hluta þa­kefna, glugga ásamt múr­við­gerð­um og málun. Sér­stak­lega mik­il­vægt er að verktaki taki til­liti til og lág­marki rask skóla­halds.

Helstu verk­þætt­ir eru:
End­ur­nýj­un báru­járns á austurálmu og tengi­bygg­inu milli álma skól­ans, ásamt múr­við­gerð­um og málun veggja á austurálmu. Í vest­ur­hluta skól­ans verð­ur skipt um glugga á suð­ur og norð­ur­hlið ásamt vegg­klæðn­ingu.

Verk­inu verð­ur skipt nið­ur á tvö ár 2020 og 2021. Byrj­að verð­ur á end­ur­nýj­un á báru­járni ásamt múr­við­gerð­um og málun á austurálmu, á seinna ári verð­ur far­ið í vesturálmu þar sem skipt verð­ur um glugga og veggja­klæðn­ing end­ur­nýj­uð á suð­ur­hlið.

Helstu magn­töl­ur eru:

  • End­ur­nýj­un glugga – 29 stk.
  • End­ur­málun veggja/lofta – 910 m²
  • End­ur­nýj­un þa­k­járns – 839 m2.
  • End­ur­nýj­un þakrenna – 160 mtr.
  • End­ur­nýj­un þakkants – 190 mtr.
  • End­ur­nýj­un veggja klæðn­ing­ar – 250 m²
  • End­ur­málun glugga – 1200 lm
  • Pall­ar og að­staða – Heild

Verk­inu skal að fullu lok­ið 1. sept­em­ber 2021.

Út­boðs­gögn verða af­hent í af­greiðslu bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 2. hæð frá og með kl. 13:00 á fimmtu­deg­in­um 4. júní 2020. Til­boð­um skal skilað á sama stað, bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar, eigi síð­ar en fimmtu­dag­inn 25. júní 2020 kl.13:00 og þau opn­uð að við­stödd­um þeim bjóð­end­um sem þess óska.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00