Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. júní 2020

    Í júní 2020 tek­ur SORPA nýja gas- og jarð­gerð­ar­stöð í notk­un í Álfs­nesi (GAJA) en þar verð­ur líf­ræn­um hluta heim­il­isúr­gangs umbreytt í jarð­vegs­bæti og met­an. Til að mæta þörf­um vinnsl­unn­ar í GAJA og til að auka end­ur­nýt­ingu heim­il­isúr­gangs hef­ur ver­ið sett upp vél­ræn flokk­un­ar­lína í mót­töku- og flokk­un­ar­stöð­inni í Gufu­nesi.

    Í júní 2020 tek­ur SORPA nýja gas- og jarð­gerð­ar­stöð í notk­un í Álfs­nesi (GAJA) en þar verð­ur líf­ræn­um hluta heim­il­isúr­gangs umbreytt í jarð­vegs­bæti og met­an. Til að mæta þörf­um vinnsl­unn­ar í GAJA og til að auka end­ur­nýt­ingu heim­il­isúr­gangs hef­ur ver­ið sett upp vél­ræn flokk­un­ar­lína í mót­töku- og flokk­un­ar­stöð­inni í Gufu­nesi. Nú standa yfir próf­an­ir og er gert ráð fyr­ir að flokk­un­ar­lín­an verði að fullu komin í gagn­ið í lok júní. Kári vind­flokk­ari fyr­ir plast í pok­um er hluti af nýju vinnslu­lín­unni og hef­ur hann ver­ið óvirk­ur á með­an á upp­setn­ingu lín­unn­ar hef­ur stað­ið.

    Íbú­ar í þeim sveit­ar­fé­lög­um sem skila plasti í pok­um með heim­il­iss­orpi eru því áfram beðn­ir um að skila flokk­uðu plasti á grennd­ar­stöðv­ar eða á end­ur­vinnslu­stöðv­ar út mán­uð­inn. Við biðj­umst vel­virð­ing­ar á þeim óþæg­ind­um sem þetta kann að valda en hlökk­um jafn­framt til að taka í notk­un nýj­ar og enn betri vinnslu­að­ferð­ir sem munu auka nýt­ingu heim­il­isúr­gangs veru­lega.

    Nýj­ar vinnslu­lín­ur í mót­töku- og flokk­un­ar­stöð­inni munu sam­tals inni­halda átta málmskilj­ur, sigti og ann­an bún­að til að að­skilja líf­ræn­an hluta heim­il­isúr­gangs­ins frá ólíf­ræn­um efn­um, s.s. plasti og öðru sem þar kann að leyn­ast. Einn­ig verð­ur þar nýr vind­flokk­ari sem mun að­skilja létt efni, s.s. plast, papp­ír og tex­tíl frá timbri, gleri og öðr­um eðl­is­þyngri efn­um.

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00