Gjalddögum fasteignagjalda á árinu 2020 hefur verið fjölgað úr 9 í 10 fyrir alla fasteignaeigendur með fasteignagjöld yfir kr. 40.000.
Aðgerðir vegna COVID-19
Gjalddögum fasteignagjalda á árinu 2020 hefur verið fjölgað úr 9 í 10 fyrir alla fasteignaeigendur með fasteignagjöld yfir kr. 40.000:
- 15. janúar
- 15. febrúar
- 15. mars
- 15. maí
- 15. júní
- 15. júlí
- 15. ágúst
- 15. september
- 15. október
- 15. nóvember
Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga.
Eigendur atvinnuhúsnæðis sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi geta sótt um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignagjalda sem færast þá á fyrstu mánuði ársins 2021. Með verulegu tekjutapi er átt við að minnsta kosti 25% tekjufalli milli sömu mánaða á árunum 2019 og 2020.
Sækja um frestun gjalddaga fasteignagjalda atvinnuhúsnæðis
Umsókn um frestun gjalddaga er á þjónustugátt Mosfellsbæjar undir:
Umsóknir > 00 Almennar umsóknir > Umsókn um frestun fasteignagjalda.
Þar geta eigendur og forsvarsmenn eigenda sótt um frestun.
Tengt efni
Covid-19 rýni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
COVID-19 faraldrinum er ekki lokið en, þó lítið sé um stórar aðgerðir hér á Íslandi.
Staða Covid-19 faraldurs 10. mars 2022
Gríðarlega mikil útbreiðsla Covid-19.
Covid-19: Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum