Breytingar á umferðarskipulagi hefjast kl 19:00 þriðjudaginn 9. júní og standa yfir næstu daga. Á meðan á framkvæmdum stendur verður umferð á einni akrein í hvora átt. Búast má við því að umferð gangi hægt og einhverjar tafir verði um vinnusvæðið. Hámarkshraði verður tekinn niður í 50 km/klst. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar.
Nú eru að hefjast framkvæmdir við tvöföldun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ milli Skarhólabrautar og Langatanga. Vegurinn verður breikkaður upp í fjórar akreinar og akstursstefnur verða aðskildar. Veglýsing verður endurnýjuð, hljóðvarnir settar upp og gerð biðstöð fyrir strætó.
Breytingar á umferðarskipulagi hefjast kl 19:00 þriðjudaginn 9. júní og standa yfir næstu daga. Á meðan á framkvæmdum stendur verður umferð á einni akrein í hvora átt. Búast má við því að umferð gangi hægt og einhverjar tafir verði um vinnusvæðið. Hámarkshraði verður tekinn niður í 50 km/klst. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar.
Áætlað er að framkvæmdum ljúki í haust.