Mosfellsbær auglýsir hér með breytingartillögu á samþykktu deiliskipulagi, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar með er kynningarmálum vegna breytingar hagað skv. 44. gr. um grenndarkynningar.
Mosfellsbær auglýsir hér með breytingartillögu á samþykktu deiliskipulagi, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar með er kynningarmálum vegna breytingar hagað skv. 44. gr. um grenndarkynningar.
Fossatunga 17-19 – Aukið byggingarmagn innan lóðar
Breytingin varðar aðeins lóðina Fossatungu 17-19 og felur í sér að hæð húsa er hækkuð um 70 cm. Fer úr 8 m í 8.7 m. Vegghæð hússins verður 6,2 m en heimild var fyrir 7 m vegghæð. Mænishæð verður 8,7 m en heimild var fyrir 8 m mænishæð. Mænisás er samsíða götu. Sjá nánar á meðfylgjandi uppdrætti.
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu sem samþykkt var 28. júní 2006 m. s. br. Að öðru leyti gilda áfram upphaflegir skilmálar.
- Deiliskipulag (pdf).
Tillagan verður til sýnis á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 16. maí til og með 22. júní 2020, þeir sem þess óska geta kynnt sér hana og gert athugasemdir. Uppdrættir eru einnig birtir á vef Mosfellsbæjar á slóðinni: mos.is/skipulagsauglysingar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á kristinnp[hja]mos.is eigi síðar en 22. júní 2020.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
kristinnp[hja]mos.is