Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram laugardaginn 13. júní og í Mosfellsbæ byrjar hlaupið kl. 11:00 á Íþróttavellinum að Varmá. Hægt er að hlaupa 880 m, 3 km, 5 km eða 7 km.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram laugardaginn 13. júní og í Mosfellsbæ byrjar hlaupið kl. 11:00 á Íþróttavellinum að Varmá. Hægt er að hlaupa 880 m, 3 km, 5 km eða 7 km.
Í 30 ár hafa þúsundir kvenna um allt land notið þess að hreyfa sig saman í Kvennahlaupinu og í því hafa konur getað sameinað tvo mikilvæga þætti í lífinu; hreyfingu og samveru. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á hátt í 70 stöðum á landinu og allir geta tekið þátt óháð aldri, þjóðerni eða kyni. Fólk á öllum aldri kemur saman á hlaupadegi og á saman skemmtilega stund þar sem sumir hlaupa en aðrar ganga.
Fjölmennustu hlaupin fara fram í Garðabæ og Mosfellsbæ og í ljósi Covid-19 hafa verða gerðar ráðstafanir á þessum stöðum þar sem svæðinu verður skipt upp í hólf samkvæmt leiðbeiningum fyrir íþróttamannvirki. Minnt er á að það er á ábyrgð hvers hlaupara fyrir sig að verja sjálfan sig og aðra í kringum sig eins vel og hann getur. Þátttakendur eru hvattir til að gera sínar eigin ráðstafanir og virða þessar aðstæður.
Nánari upplýsingar um alla hlaupastaði og tímasetningar er að finna á kvennahlaup.is.