Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. júní 2020

    Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ 2020 fer fram laug­ar­dag­inn 13. júní og í Mos­fells­bæ byrj­ar hlaup­ið kl. 11:00 á Íþrótta­vell­in­um að Varmá. Hægt er að hlaupa 880 m, 3 km, 5 km eða 7 km.

    Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ 2020 fer fram laug­ar­dag­inn 13. júní og í Mos­fells­bæ byrj­ar hlaup­ið kl. 11:00 á Íþrótta­vell­in­um að Varmá. Hægt er að hlaupa 880 m, 3 km, 5 km eða 7 km.

    Í 30 ár hafa þús­und­ir kvenna um allt land not­ið þess að hreyfa sig sam­an í Kvenna­hlaup­inu og í því hafa kon­ur getað sam­ein­að tvo mik­il­væga þætti í líf­inu; hreyf­ingu og sam­veru. Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ fer fram á hátt í 70 stöð­um á land­inu og all­ir geta tek­ið þátt óháð aldri, þjóð­erni eða kyni. Fólk á öll­um aldri kem­ur sam­an á hlaupa­degi og á sam­an skemmti­lega stund þar sem sum­ir hlaupa en að­r­ar ganga.

    Fjöl­menn­ustu hlaup­in fara fram í Garða­bæ og Mos­fells­bæ og í ljósi Covid-19 hafa verða gerð­ar ráð­staf­an­ir á þess­um stöð­um þar sem svæð­inu verð­ur skipt upp í hólf sam­kvæmt leið­bein­ing­um fyr­ir íþrótta­mann­virki. Minnt er á að það er á ábyrgð hvers hlaup­ara fyr­ir sig að verja sjálf­an sig og aðra í kring­um sig eins vel og hann get­ur. Þátt­tak­end­ur eru hvatt­ir til að gera sín­ar eig­in ráð­staf­an­ir og virða þess­ar að­stæð­ur.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar um alla hlaupastaði og tíma­setn­ing­ar er að finna á kvenna­hlaup.is.

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00