Mosfellsbær og Míla hafa undirritað samkomulag um styrk til handa Mílu, til uppbyggingar ljósleiðarakerfis í dreifbýli Mosfellsbæjar. Samningurinn nær til þeirra íbúðarhúsa og fyrirtækja sem ekki hafa aðgang að VDSL tengingum (ljósnetinu) við undirritun samnings.
Mosfellsbær og Míla hafa undirritað samkomulag um styrk til handa Mílu, til uppbyggingar ljósleiðarakerfis í dreifbýli Mosfellsbæjar. Samningurinn nær til þeirra íbúðarhúsa og fyrirtækja sem ekki hafa aðgang að VDSL tengingum (ljósnetinu) við undirritun samnings.
Mosfellsbær fékk að lokinni umsókn til Fjarskiptasjóðs á síðasta ári úthlutað styrk til uppbyggingar ljósleiðaradreifikerfis í dreifbýli sveitarfélagsins, að uppfylltum skilyrðum um eigin fjármögnun bæjarfélagsins í verkefninu.
Verkfræðistofan EFLA hefur séð um ráðgjöf, umsóknir og útboð í tengslum við málið, fyrir Mosfellsbæ.
Að undangengnu útboði til fjarskiptafélaganna var samið við Mílu um uppbyggingu kerfisins, sem nær til 22 staðfanga. Auk þessa ráðgerir Míla að tengja hluta þeirra staða sem ekki teljast styrkhæfir, samkvæmt skilgreiningum Fjarskiptasjóðs.
Ráðgert er að framkvæmdir hefjist á næstu vikum og verði lokið á þessu ári.