Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. júní 2020

    Mos­fells­bær og Míla hafa und­ir­ritað sam­komulag um styrk til handa Mílu, til upp­bygg­ing­ar ljós­leið­ara­kerf­is í dreif­býli Mos­fells­bæj­ar. Samn­ing­ur­inn nær til þeirra íbúð­ar­húsa og fyr­ir­tækja sem ekki hafa að­g­ang að VDSL teng­ing­um (ljósnet­inu) við und­ir­rit­un samn­ings.

    Mos­fells­bær og Míla hafa und­ir­ritað sam­komulag um styrk til handa Mílu, til upp­bygg­ing­ar ljós­leið­ara­kerf­is í dreif­býli Mos­fells­bæj­ar. Samn­ing­ur­inn nær til þeirra íbúð­ar­húsa og fyr­ir­tækja sem ekki hafa að­g­ang að VDSL teng­ing­um (ljósnet­inu) við und­ir­rit­un samn­ings.

    Mos­fells­bær fékk að lok­inni um­sókn til Fjar­skipta­sjóðs á síð­asta ári út­hlutað styrk til upp­bygg­ing­ar ljós­leið­ara­dreifi­kerf­is í dreif­býli sveit­ar­fé­lags­ins, að upp­fyllt­um skil­yrð­um um eig­in fjár­mögn­un bæj­ar­fé­lags­ins í verk­efn­inu.

    Verk­fræði­stof­an EFLA hef­ur séð um ráð­gjöf, um­sókn­ir og út­boð í tengsl­um við mál­ið, fyr­ir Mos­fells­bæ.

    Að und­an­gengnu út­boði til fjar­skipta­fé­lag­anna var sam­ið við Mílu um upp­bygg­ingu kerf­is­ins, sem nær til 22 stað­fanga. Auk þessa ráð­ger­ir Míla að tengja hluta þeirra staða sem ekki teljast styrk­hæf­ir, sam­kvæmt skil­grein­ing­um Fjar­skipta­sjóðs.

    Ráð­gert er að fram­kvæmd­ir hefj­ist á næstu vik­um og verði lok­ið á þessu ári.

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00