Upphaf skólaárs og skólasetningar 2015
Leikskólar Mosfellsbæjar og Krikaskóli hófu sitt starf 10. ágúst sl. að loknu sumarleyfum.
Félagsstarf eldri borgara fer að hefjast
Er eitthvað sérstakt sem þú vilt sjá í boði í haust/vetur?
Vetraráætlun Strætó - Breyting á leið 15
Þann 16. ágúst 2015 mun ný vetraráætlun Strætó taka gildi á höfuðborgarsvæðinu.
Tímabundin lokun Álafossvegar
Lokað var fyrir umferð um Álafossveg ofan við Álafossveg 33 í síðustu viku. Um er að ræða tímabundna lokun nú í sumar til þess að skapa fyrirtækjum og íbúum í Álafosskvos meira svigrúm og öruggara umhverfi á meðan ferðamannastraumurinn er sem mestur og nú þegar bæjarhátíðin Í Túninu Heima er á næsta leiti.
Vatnsþrýstingur í Hlíðartúnshverfi
Dásemdar dagar með Diddú í Listasal Mosfellsbæjar
Ljósmyndasýning Gunnars Karls Gunnlaugssonar þar sem hann sýnir myndir af Diddú.
Nýtt tímabil frístundaávísunar hafið
Þann 1. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Ný kortasjá – aukin þjónusta
Mosfellsbær hefur tekið í notkun nýja kortasjá. Í kortasjánni eru aðgengilegar margvíslegar upplýsingar um fasteignir, umhverfi og veitur. Markmiðið með kortasjánni er að bæta enn frekar þjónustuna við íbúa og aðra viðskiptavini. Þarna eru aðgengilegar upplýsingar allan sólarhringinn, og einnig fylgir með ábendingakerfi ef íbúar hafa orðið varir við eitthvað í nærumhverfi sínu sem þarfnast lagfæringar eða skoðunar hjá starfsmönnum Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær óskar íbúum sínum góðrar verslunarmannahelgar
Þjónustustöð Mosfellsbæjar og bæjarskrifstofur verða lokaðar frá kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 31. júlí. Opnað verður að nýju þriðjudagsmorguninn 4. ágúst klukkan 8:00.
Álafossvegur Mosfellsbæ - tilkynning um lokun götu við Álafossveg
Lokað hefur verið fyrir gegnumakstur við Álafossveg í Mosfellsbæ ofan við Álafossveg 33.Álafossvegur verður því botnlangagata í samræmi við skýringarmynd hér að neðan.Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir akstur þungra bíla og skapa fyrirtækjum og íbúum í Álafosskvos meira svigrúm og öruggara umhverfi. Vonast er til að breytingin mælist vel fyrir.
Opnun sundlauga og bókasafns um verslunarmannahelgina 2015
Opið verður í Lágafellslaug alla helgina en opnun verður styttri í Varmárlaug.
Leiguíbúðir byggðar í Mosfellsbæ
Í kjölfar mikillar umræðu um leigumarkaðinn og húsnæðismál almennt á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri hefur bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkt að auglýsa lausar til úthlutunar lóðir þar sem skilyrt verður að byggja og reka 30 leiguíbúðir.
Íbúar í Höfða- og Hlíðarhverfi athugið
Umferðatafir í Álfatanga
Álfatangi milli Skeljatanga að Langatanga verður malbikaður í dag, miðvikudaginn 22. júlí. Ekki verður um lokun að ræða heldur má búast við umferðartöfum. Framkvæmdir hefjast kl.10:00 og standa fram eftir degi. Takmarkanir eru á umferð og eru íbúar og aðrir vegfarendur beðnir um að virða hraðatakmarkanir og sýna sérstaka tillitsemi og aðgát á meðan á framkvæmdum stendur.
Bjarkarholt lokað vegna malbikunar
Vegna malbikunar verður Bjarkarholt lokað frá 09:30 – 14:00 í dag, þriðjudaginn 21. júlí. Takmarkanir eru á umferð meðan á framkvæmdum stendur og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir.
Helgafellshverfi, 2 breytingartillögur, Uglugata og Ástu-Sólliljugata
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaganr. 123/2010 eftirtaldar tillögur að breytingum á deiliskipulagi í 2. og 3. áfanga Helgafellshverfis.
Framkvæmdir á Vesturlandsvegi
Miðvikudaginn 15. júlí mun umferð um Vesturlandsveg við Aðaltún flytjast yfir á hjáleið. Lokað verður fyrir umferð um Aðaltún yfir á Vesturlandsveg á sama tíma og ökumönnum bent á að keyra Skarhólabraut.
Íbúar í Ásholti og Dvergholti athugið
Lokað verður fyrir heitt vatn vegna viðgerðar í Dvergholti og Ásholti, í dag þriðjudag frá klukkan 10 og fram eftir degi.
Ný kortasjá á vef Mosfellsbæjar
Mosfellsbær hefur tekið í notkun nýja kortavefsjá á heimasíðu bæjarins. Nýja kortasjáin er talsvert fullkomnari en sú gamla, og má þar nú finna upplýsingar um götur og gönguleiðir, útivistarsvæði, veitur, fasteignir og ýmsa þjónustu sem er að finna í bænum, eins og bekki og ruslatunnur.
Opnun tilboða – Gatnagerð í Mosfellsbæ 2015
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskaði eftir tilboðum í verkið: Yfirlagnir og viðgerðir gatna 2015. Um er að ræða viðgerðir á malbiki gatna og yfirlagnir á götum í Mosfellsbæ.