Lokað var fyrir umferð um Álafossveg ofan við Álafossveg 33 í síðustu viku. Um er að ræða tímabundna lokun nú í sumar til þess að skapa fyrirtækjum og íbúum í Álafosskvos meira svigrúm og öruggara umhverfi á meðan ferðamannastraumurinn er sem mestur og nú þegar bæjarhátíðin Í Túninu Heima er á næsta leiti.
Lokað var fyrir umferð um Álafossveg ofan við Álafossveg 33 í síðustu viku. Um er að ræða tímabundna lokun nú í sumar til þess að skapa fyrirtækjum og íbúum í Álafosskvos meira svigrúm og öruggara umhverfi á meðan ferðamannastraumurinn er sem mestur og nú þegar bæjarhátíðin Í Túninu Heima er á næsta leiti. Nokkuð hefur borið á akstri stórra bifreiða í þessari þröngu götu sem skapað hefur hættu og óþægindi fyrir starfsemi í Kvosinni og því var, í samráði við íbúa og fyrirtæki á svæðinu, fallist á að loka götunni fyrir gegnumakstri nú í sumar. Þeim sem sækja Álafosskvos heim er bent á að keyra Vesturlandsveg og Helgafellsveg að Álafossvegi. Vonast er til að íbúar og vegfarendur sýni þessu skilning.