Í kjölfar mikillar umræðu um leigumarkaðinn og húsnæðismál almennt á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri hefur bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkt að auglýsa lausar til úthlutunar lóðir þar sem skilyrt verður að byggja og reka 30 leiguíbúðir.
Lóðin er við Þverholt í hjarta bæjarins á besta stað nálægt verslun, leikskólum, íþróttasvæðum og annarri þjónustu. Auk leiguíbúðanna er gert ráð fyrir 10 íbúðum á almennum markaði og því verða alls byggðar 40 íbúðir á reitnum.