Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. júlí 2015

Í kjöl­far mik­ill­ar um­ræðu um leigu­mark­að­inn og hús­næð­is­mál al­mennt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­ustu miss­eri hef­ur bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkt að aug­lýsa laus­ar til út­hlut­un­ar lóð­ir þar sem skil­yrt verð­ur að byggja og reka 30 leigu­íbúð­ir.

Lóð­in er við Þver­holt í hjarta bæj­ar­ins á besta stað ná­lægt verslun, leik­skól­um, íþrótta­svæð­um og ann­arri þjón­ustu. Auk leigu­íbúð­anna er gert ráð fyr­ir 10 íbúð­um á al­menn­um mark­aði og því verða alls byggð­ar 40 íbúð­ir á reitn­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00