Þann 1. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Styrkurinn hækkar í ár og er nú kr. 27.500 og styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ.
Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum. Styrkurinn er afhentur í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar og geta foreldrar og forráðamenn því með rafrænum hætti greitt fyrir frístundaiðkun barna sinna. Tímabil hverrar styrkveitingar stendur yfir í eitt ár.
Tengt efni
Opnað fyrir nýtingu frístundaávísana allt árið
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í Tröllabæ
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.