Síðustu daga hefur borið á óvenju litlum þrýstingi á köldu vatni í Hlíðartúnshverfi. Ástæðu þess má rekja meðal annars til yfirstandandi framkvæmda lagna við ný undirgöng undir Vesturlandsveg. Einnig er um að ræða lækkun þrýstings vegna mikillar vökvunar og almenn þrýstingslækkun á því vatni sem Mosfellsbær fær afhent. Unnið er að úrbótum á þessu vandamáli og vonast eftir árangri á allra næstu dögum.
Á meðan að þetta ástand varir eru íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja á svæðinu beðnir um að nota vatnið sparlega. Þannig er óæskilegt að vökva lóðir þó að þurrt hafi verið í veðri, fara frekar í sturtu en bað og svo mætti áfram telja.
Frekari upplýsingar um málið veitir verkstjóri veitna Steinþór Gunnarsson í Þjónustustöð Mosfellsbæjar.