Malbikað verður í Baugshlíð í kvöld, miðvikudaginn 22. júlí. Um er að ræða gatnamótin við Arnarhöfða og Baugshlíð. Ekki verður um lokun að ræða heldur má búast við umferðartöfum. Takmarkanir eru á umferð og eru íbúar og aðrir vegfarendur beðnir um að virða hraðatakmarkanir og sýna sérstaka tillitsemi og aðgát á meðan á framkvæmdum stendur.
Tengt efni
LED-væðing í Mosfellsbæ
Samningur við Fagurverk
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.