Mosfellsbær hefur tekið í notkun nýja kortasjá. Í kortasjánni eru aðgengilegar margvíslegar upplýsingar um fasteignir, umhverfi og veitur. Markmiðið með kortasjánni er að bæta enn frekar þjónustuna við íbúa og aðra viðskiptavini. Þarna eru aðgengilegar upplýsingar allan sólarhringinn, og einnig fylgir með ábendingakerfi ef íbúar hafa orðið varir við eitthvað í nærumhverfi sínu sem þarfnast lagfæringar eða skoðunar hjá starfsmönnum Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær hefur tekið í notkun nýja kortasjá. Í kortasjánni eru aðgengilegar margvíslegar upplýsingar um fasteignir, umhverfi og veitur. Markmiðið með kortasjánni er að bæta enn frekar þjónustuna við íbúa og aðra viðskiptavini. Þarna eru aðgengilegar upplýsingar allan sólarhringinn, og einnig fylgir með ábendingakerfi ef íbúar hafa orðið varir við eitthvað í nærumhverfi sínu sem þarfnast lagfæringar eða skoðunar hjá starfsmönnum Mosfellsbæjar.
Teikningar fasteigna verða aðgengilegar milliliðalaust í gegnum kortasjá. Þá geta eigendur fasteigna og/eða aðrir áhugasamir sótt teikningar húsa en það er til dæmis mikið gert í fasteignaviðskiptum. Þess má geta að teikningar fasteigna eru opinberar upplýsingar sem allir geta óskað eftir og sveitarfélaginu er skylt að afhenda. Vonast er til þess að nýja kortasjáin mælist vel fyrir bæti bæði þjónustu og aðgengi að gögnum hjá Mosfellsbæ.
Kortasjána má skoða hér og ábendingakerfið er hér.
Til að fara í ábendingarkerfi er smellt á táknmynd umslags efst í grænu stikunni á heimasíðu Mosfellsbæjar
Flýtileið á Kortasjá er að finna á forsíðu Mosfellsbæjar undir valkössum