Ljósmyndasýning Gunnars Karls Gunnlaugssonar þar sem hann sýnir myndir af Diddú.
Sýningin er í Listasal Mosfellsbæjar og ber nafnið Dásemdar dagar með Diddú. Myndirnar eru teknar á árunum 2012 til 2015 og spannar tímabilið 1245 daga. Gunnar hefur myndað Diddú í alls konar aðstæðum meðal annars á tónleikum, æfingum, dansleikjum og heima við í Mosfellsdalnum.
Auk ljósmynda af Diddú verður einnig frumsýnd videó myndin Diddú örstutt spor þar sem meðal annars er rætt við nokkra samstarfs- og samferðarmenn söngkonunnar.
Sýningin er sett upp í tilefni af 60 ára afmælis Diddúar sem á afmæli 8. ágúst. Svo skemmtilega vill til að ljósmyndarinn Gunnar Karl er einnig 60 ára á þessu ári.
Miðvikudaginn 5. ágúst er boðið til dagskrár í tilefni sýningarinnar sem verður í Listasal Mosfellsbæjar kl. 18:00-20:00.
Sýningin stendur einungis í tæpa viku og er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins.
Öll velkomin og ókeypis aðgangur.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar