Tónlistarmenn framtíðar
Flottur hópur ungmenna í B-sveit skólahljómsveitar við Listaskóla Mosfellsbæjar spiluðu nokkur lög þegar ný og glæsileg slökkvistöð í Mosfellsbæ var formlega vígð við hátíðlega athöfn þann 20.mars síðast liðinn. Þessir ungu upprennandi tónlistarmenn stóðu sig með stakri prýði og fagmennsku og léku af fingrum fram eins og þau hefðu aldrei gert neitt annað en þess má geta að þessi hópur var að spila í fyrsta sinn opinberlega og óhætt að segja að spilað var við mikinn fögnuð frá áheyrendum. Krakkarnir standa nú í æfingum fyrir stóra Vortónleika sem haldnir verða þriðjudaginn 21. apríl í Varmárskóla.
Útboð - Vesturlandsvegur, undirgöng við Aðaltún
Umhverfissvið Mosfellsbæjar og Vegagerðin óska eftir tilboðum í verkið: Vesturlandsvegur, undirgöng við Aðaltún. Um er að ræða gerð forsteyptra undirganga undir Vesturlandsveg við Aðaltún ásamt tilheyrandi stígagerð og yfirborðsfrágangi. Verkið felst einnig í gerð bráðabirgðavegar auk færslu og endurnýjunar á lögnum. Undirgöngin verða yfir 5m breið, um 20m löng og unnið verður við alls um 0,2 km af stígum.
Miðhverfi Helgafellshverfis, 2 tillögur að breytingum á deiliskipulagi
Tillögurnar varða lóðirnar Vefarastræti 1-5, 32-38 og 40-46, og felast aðallega í breytingum á ákvæðum um bílastæði. Athugasemdafrestur er t.o.m. 11. maí.
Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni 2015
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í hátíðarsal Lágafellsskóla fimmtudagskvöldið 26. mars.
Íslandsmeistaramót í Dodgeball
Laugardaginn 28. mars mun fyrsta Íslandsmeistaramótið í Dodgeball fara fram. Verður það haldið í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ og hefst mótið kl 17:30. Þátttökugjald er 2500 kr á lið og mun sú upphæð renna óskert til styrktar Mottumars Til þess að skrá liðið sitt og fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á baldursson92@gmail.com með nafni liðsins og fjölda þátttakenda. Það eru 6 leikmenn inná í einu enn hægt er að vera með tvo varamenn ef fólk vill skipta.
Sumarstörf fyrir 17 ára og eldri í Mosfellsbæ árið 2015
Átak gegn heimilisofbeldi í Mosfellsbæ
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um átak gegn ofbeldi á heimilum. Mosfellsbær er annað sveitarfélagið af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að undirrita slíka yfirlýsingu, en Reykjavík staðfesti þátttöku með undirritun 12. janúar sl.
Íbúar í Stórakrika athugið
Vegna viðgerðar á heitavatnslögn verður heitavatnslaust í Stórakrika, fimmtudaginn 26.mars frá kl. 10 og fram eftir degi. Hitaveita Mosfellsbæjar.
Stóra upplestrarkeppnin 2015
Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Lágafellsskóla fimmtudaginn 26. mars kl. 20:00.
Fastir greiðsludagar fjárhagsaðstoðar
Frá og með 1. apríl n.k. verður fjárhagsaðstoð á vegum Mosfellsbæjar greidd út á föstum greiðsludögum; 1., 10. og 20. hvers mánaðar eða fyrsta virka dag á eftir. Umsókn um fjárhagsaðstoð þarf að berast með tilskyldum gögnum fyrir 20. hvers mánaðar þannig að tryggt sé að afgreiðslu hennar sé lokið fyrir næstu mánaðarmót á eftir.Vonast er til að fastir greiðsludagar auki skilvirkni í vinnslu umsókna um fjárhagsaðstoð.
Tónleikar í Kjarna
Þrír kórar í Mosfellsbæ halda sameiginlega tónleika miðvikudaginn 25. mars kl. 20:00 í Kjarnanum í Mosfellsbæ. Kórarnir eru Kammerkór Mosfellsbæjar, Álafosskórinn og Barnakór Varmárskóla. Kórarnir syngja fjölbreytta kórtónlist frá ýmsum heimshornum og lokin syngja kórarnir saman.Stjórnendur kóranna eru Símon H. Ívarsson, Ástvaldur Traustason og Guðmundur Ómar Óskarsson.
Íbúar í Reykjahverfi athugið
Vegna viðgerðar verður lokað fyrir heitt vatn frá kl. 13 og fram eftir degi, þriðjudaginn 24.mars í Reykjahverfi. Hitaveita Mosfellsbæjar.
Opnað fyrir umsóknir um vinnuskóla
Tekið verður á móti skráningum í Vinnuskólann frá 19. mars – 06. apríl í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar. Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar. Þeir sem sækja um fyrir þann tíma geta treyst því að fá vinnu í sumar, en ekki er víst að hægt sé að verða við öllum beiðnum um vinnutímabil.
Innritun nemenda
Listaskóli Mosfellsbæjar – tónlistardeild – auglýsir eftir innritun nemenda fyrir skólaárið 2015 – 2016. Nemendur, sem eru í námi við Listaskóla Mosfellsbæjar – tónlistardeild, þurfa að staðfesta áframhaldandi nám fyrir 15. apríl 2015. Umsóknarfrestur fyrir nýja nemendur er til 15. apríl. Nýir nemendur þurfa að sækja um skólavist í gegnum íbúagáttina á vef Mosfellsbæjar,
Vatnstjón víða í Mosfellsbæ
Töluvert tjón varð í Mosfellsbæ í illviðrinu sem geisaði á laugardagsmorguninn. Líkja má ástandinu víða í bænum við náttúruhamfarir. Starfsmenn Mosfellsbæjar stóðu vaktina og vinna hófst þegar síðdegis á föstudag við að hreinsa frá ræsum og þess háttar. Mikill snjór í byggð og fjöllum og gríðarleg úrkoma varð þess valdandi að vatn flæddi upp úr ám og litlir lækir breyttust í stórfljót sem hrifu með sér varnargarða, hleðslur og göngubrýr. Fráveitukerfið hafði ekki undan og brunnar fylltust af vatni.
Hagir og líðan unglinganna okkar
Hver er staða á vímuefnanotkun unglinga í Mosfellsbæ? Hvernig líður unglingunum okkar? Nú í ársbyrjun 2015 var könnuð vímuefnaneysla í 8.- 10. bekk og almennt hagir og líðan unglinga. Niðurstöður þeirra könnunar verða kynntar foreldum unglinga í Mosfellsbæ dagana 17. mars og 19. mars og er kynningin í höndum fyrirtækisins Rannsókn og greining. Áhugaverð kynning á þeim árangri sem náðst hefur og á því sem við, sem samfélag, þurfum að rýna í og gera betur.
Tjón í Mosfellsbæ vegna óveðurs
Talsvert tjón hefur orðið í Mosfellsbæ vegna vatnsflaums í óveðri sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í nótt og í morgun. Tjónið tekur til gatna, stíga, bílakjallara og húsa. Ekki er ljóst á þessari stundu nákvæmlega hversu mikið tjón hefur orðið.
Huga þarf að frárennslislögnum og niðurföllum
Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun vegna vatnavaxta og hláku, en spáð er mikilli rigningu sunnan og suðaustanlands með hlýindum síðdegis á morgun, föstudaginn 13. mars fram á sunnudag 15. mars auk hlýinda um allt land. Mosfellingar eru hvattir til að huga vel að frárennslislögnum og niðurföllum við hús sín og hreinsa ís o.þ.h. ef við á til að fyrirbyggja vatnstjón.
Mottudagurinn á Bæjarskrifstofu
Mottumarsdagurinn er í dag 13. mars og auðvitað tökum við á Bæjarskrifstofu þátt í að sýna þessu þarfa átaki stuðning.
Tillögur að breytingum á deiliskipulagi Miðbæjar og við Æðarhöfða
Stækkun byggingarreits og hækkun nýtingarhlutfalls á lóð fyrir færanlegar kennslustofur við Æðarhöfða, og breytingar á fjölbýlislóðum við Þverholt, m.a. vegna leiguíbúða. Athugasemdafrestur til 24. apríl 2015.