Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í hátíðarsal Lágafellsskóla fimmtudagskvöldið 26. mars.
10 nemendur úr grunnskólum Mosfellsbæjar, Lágafellsskóla og Varmárskóla kepptu til úrslita.
Úrslitin urðu þannig að Úlfur Ólafsson úr Lágafellsskóla varð í fyrsta sæti, Kría Sól Guðjónsdóttir úr Lágafellsskóla varð í öðru sæti og Máni Hákonarson úr Varmárskóla varð í þriðja sæti.
Margt var um manninn á þessu hátíðlega kvöldi og fengu gestir að heyra keppendur lesa brot úr sögunni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur og ljóð eftir Anton Helga Jónsson. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir. Skólakór Varmárskóla söng þrjú lög auk þess sem þrír nemendur úr Listaskóla Mosfellsbæjar fluttu lifandi tónlist.
Tengt efni
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.
Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ sú fyrsta sinnar tegundar
Dagana 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.