Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Lágafellsskóla fimmtudaginn 26. mars kl. 20:00.
Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Mosfellsbæjar, lesa brot úr skáldverki og flytja ljóð. Dómnefnd velur þrjá bestu upplesarana og veitir verðlaun. Tónlistaratriði og skólakór Varmárskóla syngur nokkur lög. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Guðrún Helgadóttir og Anton Helgi Jónsson
Efnt var til samkeppni um myndskreytingu dagskrár og verður veitt viðurkenning fyrir það á hátíðinni.
Öll velkomin.
Tengt efni
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.
Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ sú fyrsta sinnar tegundar
Dagana 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.