Mottumarsdagurinn er í dag 13. mars og auðvitað tökum við á Bæjarskrifstofu þátt í að sýna þessu þarfa átaki stuðning.
Dömurnar á Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar mættu í sínu fínasta pússi og velmottaðar að sjálfsögðu í tilefni dagsins. Boðið var upp á mottutertu með morgunkaffinu.
Tökum öll þátt og gerum eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins.