Mottumarsdagurinn er í dag 13. mars og auðvitað tökum við á Bæjarskrifstofu þátt í að sýna þessu þarfa átaki stuðning.
Dömurnar á Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar mættu í sínu fínasta pússi og velmottaðar að sjálfsögðu í tilefni dagsins. Boðið var upp á mottutertu með morgunkaffinu.
Tökum öll þátt og gerum eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins.
Tengt efni
Samningur við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
Í dag, fimmtudaginn 28. september, undirritaði Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri samning til tveggja ára við markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Nýtt skipurit hjá Mosfellsbæ tekur gildi í dag
Í dag, 1. september 2023, tekur nýtt skipurit gildi hjá Mosfellsbæ.
Starfsaldursviðurkenningar veittar á hátíðardagskrá
Á hátíðardagskrá sem var haldin í Hlégarði í gær, í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima fengu fimm starfsmenn Mosfellsbæjar starfsaldursviðurkenningu.