Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. mars 2015

    Tölu­vert tjón varð í Mos­fells­bæ í ill­viðr­inu sem geis­aði á laug­ar­dags­morg­un­inn. Líkja má ástand­inu víða í bæn­um við nátt­úru­ham­far­ir. Starfs­menn Mos­fells­bæj­ar stóðu vakt­ina og vinna hófst þeg­ar síð­deg­is á föstu­dag við að hreinsa frá ræs­um og þess hátt­ar. Mik­ill snjór í byggð og fjöll­um og gríð­ar­leg úr­koma varð þess vald­andi að vatn flæddi upp úr ám og litl­ir læk­ir breytt­ust í stór­fljót sem hrifu með sér varn­argarða, hleðsl­ur og göngu­brýr. Frá­veitu­kerf­ið hafði ekki und­an og brunn­ar fyllt­ust af vatni.

    Tölu­vert tjón varð í Mos­fells­bæ í ill­viðr­inu sem geis­aði á laug­ar­dags­morg­un­inn. Líkja má ástand­inu víða í bæn­um við nátt­úru­ham­far­ir. Starfs­menn Mos­fells­bæj­ar stóðu vakt­ina og vinna hófst þeg­ar síð­deg­is á föstu­dag við að hreinsa frá ræs­um og þess hátt­ar. Mik­ill snjór í byggð og fjöll­um og gríð­ar­leg úr­koma varð þess vald­andi að vatn flæddi upp úr ám og litl­ir læk­ir breytt­ust í stór­fljót sem hrifu með sér varn­argarða, hleðsl­ur og göngu­brýr. Frá­veitu­kerf­ið hafði ekki und­an og brunn­ar fyllt­ust af vatni. 

     

    Ástand­ið var verst í Reykja­hverfi, með­fram Var­mánni og í Baugs­hlíð. Loka þurfti veg­um á tveim­ur stöð­um til að beina vatns­flaumn­um í far­veg og til að koma í veg fyr­ir frek­ara tjón. Einn­ig flæddi inn í íbúð­ar­hús og bíla­kjall­ara víða. Hreins­ist­arf stend­ur yfir og gera má ráð fyr­ir því að end­ur­bygg­ing stíga og ann­arra mann­virkja muni standa yfir langt fram á vor. 

    Íbú­ar eru hvatt­ir til að gera all­ar ráð­staf­an­ir sem hægt er í sínu nærum­hverfi til að koma í veg fyr­ir frek­ara tjón. Einn­ig er ástæða til að beina því til for­eldra að gæta að leik­svæð­um barna sinna sér­stak­lega á þeim stöð­um þar sem mik­ið vatn hef­ur safn­ast fyr­ir. Þeim sem telja sig hafa orð­ið fyr­ir tjóni er bent á að hafa sam­band við sitt trygg­inga­fé­lag.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00