Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. mars 2015

    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri í Mos­fells­bæ og Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu und­ir­rit­uðu í dag sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu um átak gegn of­beldi á heim­il­um. Mos­fells­bær er ann­að sveit­ar­fé­lag­ið af sveit­ar­fé­lög­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að und­ir­rita slíka yf­ir­lýs­ingu, en Reykja­vík stað­festi þátt­töku með und­ir­rit­un 12. janú­ar sl.

    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri í Mos­fells­bæ og Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu und­ir­rit­uðu í dag sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu um átak gegn of­beldi á heim­il­um. Mos­fells­bær er ann­að sveit­ar­fé­lag­ið af sveit­ar­fé­lög­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að und­ir­rita slíka yf­ir­lýs­ingu, en Reykja­vík stað­festi þátt­töku með und­ir­rit­un 12. janú­ar sl.

    Í yf­ir­lýs­ing­unni felst að þann 1. apríl n.k. munu lög­regl­an og fjöl­skyldu­svið Mos­fells­bæj­ar taka upp nýj­ar verklags­regl­ur í starf­semi sinni. Mark­mið­in eru mark­viss­ari við­brögð og úr­ræði gegn of­beldi á heim­il­um og bætt þjón­usta við þo­lend­ur og gerend­ur.

    Með þess­ari sam­vinnu verð­ur þjón­usta við þo­lend­ur fyrr­greinds of­beld­is bætt til muna með því að sam­hæfa að­gerð­ir allra sem að mál­um koma, einkum lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar. Öfl­ug upp­lýs­inga­gjöf um úr­ræði og eft­ir­fylgd með þol­anda hjá fjöl­skyldu­svið­inu eru einnig leið­ir til þess að styðja og vernda þá sem fyr­ir of­beld­inu verða. Gerend­ur fá einnig að­stoð í formi ráð­gjaf­ar og boð um með­ferð.