Talsvert tjón hefur orðið í Mosfellsbæ vegna vatnsflaums í óveðri sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í nótt og í morgun. Tjónið tekur til gatna, stíga, bílakjallara og húsa. Ekki er ljóst á þessari stundu nákvæmlega hversu mikið tjón hefur orðið.
Talsvert tjón hefur orðið í Mosfellsbæ vegna vatnsflaums í óveðri sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í nótt og í morgun. Tjónið tekur til gatna, stíga, bílakjallara og húsa. Ekki er ljóst á þessari stundu nákvæmlega hversu mikið tjón hefur orðið.
Íbúar eru hvattir til að gera allar ráðstafanir sem hægt er í sínu nærumhverfi til að koma í veg fyrir frekara tjón. Einnig er ástæða til að beina því til foreldra að gæta að leiksvæðum barna sinna sérstaklega á þeim stöðum þar sem mikið vatn hefur safnast fyrir.
Íbúum sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni er bent á að hafa samband við sitt tryggingafélag.
Þjónustustöð Mosfellsbæjar er með bakvakt í síma 566 8450 og einnig er hægt að hafa beint samband við 112 sé þörf á aðstoð.