Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. mars 2015

    Tals­vert tjón hef­ur orð­ið í Mos­fells­bæ vegna vatns­flaums í óveðri sem gekk yfir höf­uð­borg­ar­svæð­ið í nótt og í morg­un. Tjón­ið tek­ur til gatna, stíga, bíla­kjall­ara og húsa. Ekki er ljóst á þess­ari stundu ná­kvæm­lega hversu mik­ið tjón hef­ur orð­ið.

    Tals­vert tjón hef­ur orð­ið í Mos­fells­bæ vegna vatns­flaums í óveðri sem gekk yfir höf­uð­borg­ar­svæð­ið í nótt og í morg­un. Tjón­ið tek­ur til gatna, stíga, bíla­kjall­ara og húsa. Ekki er ljóst á þess­ari stundu ná­kvæm­lega hversu mik­ið tjón hef­ur orð­ið.

    Íbú­ar eru hvatt­ir til að gera all­ar ráð­staf­an­ir sem hægt er í sínu nærum­hverfi til að koma í veg fyr­ir frek­ara tjón. Einn­ig er ástæða til að beina því til for­eldra að gæta að leik­svæð­um barna sinna sér­stak­lega á þeim stöð­um þar sem mik­ið vatn hef­ur safn­ast fyr­ir.

    Íbú­um sem telja sig hafa orð­ið fyr­ir tjóni er bent á að hafa sam­band við sitt trygg­inga­fé­lag.

    Þjón­ustu­stöð Mos­fells­bæj­ar er með bakvakt í síma 566 8450 og einn­ig er hægt að hafa beint sam­band við 112 sé þörf á að­stoð. 

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-12:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00