Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. mars 2015

    Flott­ur hóp­ur ung­menna í B-sveit skóla­hljóm­sveit­ar við Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar spil­uðu nokk­ur lög þeg­ar ný og glæsi­leg slökkvi­stöð í Mos­fells­bæ var form­lega vígð við há­tíð­lega at­höfn þann 20.mars síð­ast lið­inn. Þess­ir ungu upp­renn­andi tón­list­ar­menn stóðu sig með stakri prýði og fag­mennsku og léku af fingr­um fram eins og þau hefðu aldrei gert neitt ann­að en þess má geta að þessi hóp­ur var að spila í fyrsta sinn op­in­ber­lega og óhætt að segja að spil­að var við mik­inn fögn­uð frá áheyr­end­um. Krakk­arn­ir standa nú í æf­ing­um fyr­ir stóra Vor­tón­leika sem haldn­ir verða þriðju­dag­inn 21. apríl í Varmár­skóla.

    Flott­ur hóp­ur ung­menna í B-sveit skóla­hljóm­sveit­ar við Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar spil­aði nokk­ur lög þeg­ar ný og glæsi­leg slökkvi­stöð í Mos­fells­bæ var form­lega vígð við há­tíð­lega at­höfn þann 20.mars síð­ast lið­inn. Þess­ir ungu upp­renn­andi tón­list­ar­menn stóðu sig með stakri prýði og fag­mennsku og léku af fingr­um fram eins og þau hefðu aldrei gert neitt ann­að, en þess má geta að þessi hóp­ur var að spila í fyrsta sinn op­in­ber­lega og óhætt er að segja að spil­að var við mik­inn fögn­uð frá áheyr­end­um. 

    Hóp­ur­inn stend­ur nú í æf­ing­um fyr­ir stóra Vor­tón­leika sem haldn­ir verða þriðju­dag­inn 21. apríl í Varmár­skóla.

    Mynd­ir tók Gerð­ur Rós