Flottur hópur ungmenna í B-sveit skólahljómsveitar við Listaskóla Mosfellsbæjar spiluðu nokkur lög þegar ný og glæsileg slökkvistöð í Mosfellsbæ var formlega vígð við hátíðlega athöfn þann 20.mars síðast liðinn. Þessir ungu upprennandi tónlistarmenn stóðu sig með stakri prýði og fagmennsku og léku af fingrum fram eins og þau hefðu aldrei gert neitt annað en þess má geta að þessi hópur var að spila í fyrsta sinn opinberlega og óhætt að segja að spilað var við mikinn fögnuð frá áheyrendum. Krakkarnir standa nú í æfingum fyrir stóra Vortónleika sem haldnir verða þriðjudaginn 21. apríl í Varmárskóla.
Flottur hópur ungmenna í B-sveit skólahljómsveitar við Listaskóla Mosfellsbæjar spilaði nokkur lög þegar ný og glæsileg slökkvistöð í Mosfellsbæ var formlega vígð við hátíðlega athöfn þann 20.mars síðast liðinn. Þessir ungu upprennandi tónlistarmenn stóðu sig með stakri prýði og fagmennsku og léku af fingrum fram eins og þau hefðu aldrei gert neitt annað, en þess má geta að þessi hópur var að spila í fyrsta sinn opinberlega og óhætt er að segja að spilað var við mikinn fögnuð frá áheyrendum.
Myndir tók Gerður Rós