Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun vegna vatnavaxta og hláku, en spáð er mikilli rigningu sunnan og suðaustanlands með hlýindum síðdegis á morgun, föstudaginn 13. mars fram á sunnudag 15. mars auk hlýinda um allt land.
Búast má við miklum leysingum um allt land þótt úrkoma verði mest sunnan og suðaustanlands. Þar sem mikill nýlega fallinn snjór er víða um land má búast við vatnsflóðum, krapaflóðum og aurflóðum. Þannig aðstæður geta skapast á nokkurra ára fresti. Hafa skal þetta í huga áður en ferðalög eru skipulögð.
Mosfellingar eru hvattir til að huga vel að frárennslislögnum og niðurföllum við hús sín og hreinsa ís o.þ.h. ef við á til að fyrirbyggja vatnstjón.
Þjónustustöð vinnur hörðum höndum að því að moka frá niðurföllum um götur bæjarinns og mun sú vinna standa fram eftir degi.
Tengt efni
Mikilvægt að moka frá niðurföllum
Hlákutíð framundan samkvæmt veðurspá
Vetrarþjónusta
Siðustu vikur hafa bæði verktakar og starfsfólk þjónustustöðvar verið kölluð út nánast daglega til að sinna verkefnum tengdum snjómokstri eða hálkuvörnum og starfsmenn þjónustustöðvar verið á vaktinni allan sólahringinn.