Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. mars 2015

  Veð­ur­stof­an hef­ur sent frá sér við­vör­un vegna vatna­vaxta og hláku, en spáð er mik­illi rign­ingu sunn­an og suð­aust­an­lands með hlý­ind­um síð­deg­is á morg­un, föstu­dag­inn 13. mars fram á sunnu­dag 15. mars auk hlý­inda um allt land. Mos­fell­ing­ar eru hvatt­ir til að huga vel að frá­rennslis­lögn­um og nið­ur­föll­um við hús sín og hreinsa ís o.þ.h. ef við á til að fyr­ir­byggja vatns­tjón.

  Veð­ur­stof­an hef­ur sent frá sér við­vör­un vegna vatna­vaxta og hláku, en spáð er mik­illi rign­ingu sunn­an og suð­aust­an­lands með hlý­ind­um síð­deg­is á morg­un, föstu­dag­inn 13. mars fram á sunnu­dag 15. mars auk hlý­inda um allt land.

  Bú­ast má við mikl­um leys­ing­um um allt land þótt úr­koma verði mest sunn­an og suð­aust­an­lands. Þar sem mik­ill ný­lega fall­inn snjór er víða um land má bú­ast við vatns­flóð­um, krapa­flóð­um og aur­flóð­um. Þannig að­stæð­ur geta skap­ast á nokk­urra ára fresti. Hafa skal þetta í huga áður en ferða­lög eru skipu­lögð.

  Mos­fell­ing­ar eru hvatt­ir til að huga vel að frá­rennslis­lögn­um og nið­ur­föll­um við hús sín og hreinsa ís o.þ.h. ef við á til að fyr­ir­byggja vatns­tjón.

  Þjón­ustu­stöð vinn­ur hörð­um hönd­um að því að moka frá nið­ur­föll­um um göt­ur bæj­ar­inns og mun sú vinna standa fram eft­ir degi.
  Sjá einnig frétt á vef Veð­ur­stof­unn­ar